Lars: Ber þessi úrslit saman við 5-0 sigurinn 2004 Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2016 20:00 Lars Lagerbäck hafði ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 2000 eða á fimm stórmótum í röð sem þjálfari og byrjaði ekki á því í gærkvöldi þegar strákarnir okkar náðu jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gær. Svíinn var eðlilega hress og kátur en þó, eins og alltaf, með fæturnar á jörðinni þegar hann ræddi við blaðamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag. Hann var eðlilega kátur með frammistöðu strákanna. „Þú getur kallað þetta að vera stoltur. Við bjuggumst við þessu af leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir spiluðu leikinn og hversu mikið þeir lögðu sig fram og héldu skipulagi. Þetta var ekki fullkomið en nokkuð gott þannig ég var mjög sáttur,“ sagði Lars við íþróttadeild á æfingu íslenska liðsins í dag. 8.000 Íslendingar voru á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gærkvöldi og studdu vel við bakið á liðinu. Lars gat ekki hrósað þeim nóg. „Stuðningurinn var algjörlega frábær. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti liðsins á stórmóti heldur stuðningsmannanna líka. Stuðningurinn var alveg magnaður. Ég gef þeim allt það hrós sem ég get gefið,“ sagði Lars. Lars er á sínu sjöunda stórmóti en áður stýrði hann Svíum á fimm stórmótum og Nígeríu síðast á HM 2014. Hann tapaði í fyrsta leik með Svíana á EM 2000 gegn Belgíu en síðan þá hefur hann ekki tapað í fyrsta leik. Tölfræðin: tveir sigrar og þrjú jafntefli með Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. En hvar eru þessi úrslit á listanum hjá honum? „Ef ég á að bera þetta saman við eitthvað myndi ég segja þegar við spiluðum við Búlgaríu 2004 og unnum 5-0. Að fá svona byrjun gegn einu besta liðinu í mótinu er auðvitað algjörlega frábært.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15 Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00 Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45 „Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Sjá meira
Lars Lagerbäck hafði ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 2000 eða á fimm stórmótum í röð sem þjálfari og byrjaði ekki á því í gærkvöldi þegar strákarnir okkar náðu jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gær. Svíinn var eðlilega hress og kátur en þó, eins og alltaf, með fæturnar á jörðinni þegar hann ræddi við blaðamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag. Hann var eðlilega kátur með frammistöðu strákanna. „Þú getur kallað þetta að vera stoltur. Við bjuggumst við þessu af leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir spiluðu leikinn og hversu mikið þeir lögðu sig fram og héldu skipulagi. Þetta var ekki fullkomið en nokkuð gott þannig ég var mjög sáttur,“ sagði Lars við íþróttadeild á æfingu íslenska liðsins í dag. 8.000 Íslendingar voru á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gærkvöldi og studdu vel við bakið á liðinu. Lars gat ekki hrósað þeim nóg. „Stuðningurinn var algjörlega frábær. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti liðsins á stórmóti heldur stuðningsmannanna líka. Stuðningurinn var alveg magnaður. Ég gef þeim allt það hrós sem ég get gefið,“ sagði Lars. Lars er á sínu sjöunda stórmóti en áður stýrði hann Svíum á fimm stórmótum og Nígeríu síðast á HM 2014. Hann tapaði í fyrsta leik með Svíana á EM 2000 gegn Belgíu en síðan þá hefur hann ekki tapað í fyrsta leik. Tölfræðin: tveir sigrar og þrjú jafntefli með Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. En hvar eru þessi úrslit á listanum hjá honum? „Ef ég á að bera þetta saman við eitthvað myndi ég segja þegar við spiluðum við Búlgaríu 2004 og unnum 5-0. Að fá svona byrjun gegn einu besta liðinu í mótinu er auðvitað algjörlega frábært.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15 Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00 Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45 „Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Sjá meira
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30
Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15
Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00
Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45
„Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15