O Jogo reynir þó, líkt og önnur portúgölsk blöð, að taka það jákvæða úr leiknum í Saint-Étienne í gær.
Sjá einnig: Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur
O Jogo bendir m.a. á að Ítalía 1968, Danmörk 1992 og Spánn 2012 hafi öll byrjað á að gera jafntefli en svo farið alla leið og orðið Evrópumeistarar. Vonast er til að Portúgalir leiki sama leik í Frakklandi.
Record segir að Portúgalir hafi frosið á stóra sviðinu en benda jafnframt á að portúgalska liðið hafi átt 27 skot að marki í leiknum í gær.
Sjá einnig: Falleg forsíða gladdi strákana okkar í Portúgal
A Bola segir einfaldlega að Portúgal hafi hlaupið á vegg í gær og á forsíðunni er mynd af Cristiano Ronaldo fallandi til jarðar.
Hér að neðan má sjá forsíður þessara þriggja blaða.
