Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 21:31 Santos á blaðamannafundi. vísir/getty Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að hans menn geti sjálfum sér um kennt fyrir að vinna ekki Ísland í kvöld. „Ísland kom okkur ekki á óvart en við vorum í vandræðum fyrstu tíu mínúturnar. Sérstaklega í markspyrnum þeirra og við áttum í vandræðum með að stjórna leiknum,“ sagði Santos á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir eru hættulegir í löngum spyrnum og eiga framherja [Kolbein] sem reynir að skalla boltann. Leikmenn berjast svo um seinni boltann. En þegar við stöðvuðum þetta þá náðum við að stjórna leiknum.“ „Við þurftum að vera grimmari í að sækja á milli línanna. Við spiluðum stundum vel og stundum ekki. Það var okkur að kenna að vera ekki í betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Santos lagði áherslu á við sína menn í hálfleik að vera grimmari í sínum aðgerðum en Birkir kom þeim svo í opna skjöldu með marki sínu. „Við hefðum getað varist fyrirgjöfinni betur. En við náðum að berjast til baka. Við fengum færi og góð færi þar að auki. Það er okkur að kenna að við skoruðum ekki.“ „Við hefðum átt að vera rólegri síðustu tíu mínúturnar. Við vorum fullákafir. Við reyndum að skora því við vildum vinna. Vonbrigðin eru mikil en markmið okkar er enn það sama. Næsti leikur er á laugardaginn og hann viljum við vinna.“ Portúgal mætir þá Austurríki í afar þýðingamiklum leik enda tapaði Austurríki fyrir Ungverjalandi í dag. „Þetta verður leikur sem mun hafa mikil áhrif. Það bjuggust allir við sigrum Portúgals og Austurríkis í dag. En það er ekki það sem gerðist og ég var búinn að segja að þetta væri flókinn riðill.“ Hannes átti frábæra markvörslu frá Nani snemma í leiknum sem Hannes Þór Halldórsson varði. „Nani veit ekki enn hvernig markvörður Íslands fór að því að verja frá honum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að hans menn geti sjálfum sér um kennt fyrir að vinna ekki Ísland í kvöld. „Ísland kom okkur ekki á óvart en við vorum í vandræðum fyrstu tíu mínúturnar. Sérstaklega í markspyrnum þeirra og við áttum í vandræðum með að stjórna leiknum,“ sagði Santos á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir eru hættulegir í löngum spyrnum og eiga framherja [Kolbein] sem reynir að skalla boltann. Leikmenn berjast svo um seinni boltann. En þegar við stöðvuðum þetta þá náðum við að stjórna leiknum.“ „Við þurftum að vera grimmari í að sækja á milli línanna. Við spiluðum stundum vel og stundum ekki. Það var okkur að kenna að vera ekki í betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.“ Santos lagði áherslu á við sína menn í hálfleik að vera grimmari í sínum aðgerðum en Birkir kom þeim svo í opna skjöldu með marki sínu. „Við hefðum getað varist fyrirgjöfinni betur. En við náðum að berjast til baka. Við fengum færi og góð færi þar að auki. Það er okkur að kenna að við skoruðum ekki.“ „Við hefðum átt að vera rólegri síðustu tíu mínúturnar. Við vorum fullákafir. Við reyndum að skora því við vildum vinna. Vonbrigðin eru mikil en markmið okkar er enn það sama. Næsti leikur er á laugardaginn og hann viljum við vinna.“ Portúgal mætir þá Austurríki í afar þýðingamiklum leik enda tapaði Austurríki fyrir Ungverjalandi í dag. „Þetta verður leikur sem mun hafa mikil áhrif. Það bjuggust allir við sigrum Portúgals og Austurríkis í dag. En það er ekki það sem gerðist og ég var búinn að segja að þetta væri flókinn riðill.“ Hannes átti frábæra markvörslu frá Nani snemma í leiknum sem Hannes Þór Halldórsson varði. „Nani veit ekki enn hvernig markvörður Íslands fór að því að verja frá honum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30