Ísland mætir Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne klukkan 19.00 en þetta er fyrsti leikur karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni.
Gunnleifur, sem hefur verið fastamaður í landsliðshópnum um árabil, fékk þær skelfilegu fréttir 8. maí að hann væri ekki í EM-hópnum en Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord, var tekinn fram yfir Gunnleif.
Markvörðurinn þrautreyndi er þó ekkert að gráta það heldur vonast bara eftir sögulegum sigri á Portúgal í Saint-Étienne í kvöld.
„Risastór dagur. Ég hef þvílíka trú á strákunum og styð þá af öllu hjarta. Njótum dagsins og vinnum Portúgal,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína í dag, spenntur fyrir sögulegri stund í Frakklandi.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).