Það er eins gott fyrir stuðningsmenn rússneska landsliðsins að haga sér almennilega það sem eftir er af EM.
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur sett rússneska liðið í skilorsbundið bann vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Englendingum.
Rússar mega sem sagt halda keppni en ef Rússarnir halda sér ekki á mottunni þá verður liðinu vísað úr keppni.
Rússneska knattspyrnusambandið var síðan sektað um 20 milljónir króna vegna hegðunar stuðningsmannanna sem gerðu aðsúg að stuðningsmönnum Englands undir lok leiks þjóðanna.
Rússar komnir á skilorð

Tengdar fréttir

Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum
Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn.

150 vel þjálfaðar rússneskar fótboltabullur komu gagngert til Marseille til að slást við Englendinga
"Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“

UEFA hótar að henda Englandi og Rússlandi af EM
UEFA hefur hótað að henda Englandi og Rússlandi heim af Evrópumótinu í Frakklandi verði stuðningsmenn liðanna með meiri læti á mótinu.

UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille
Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér.