Byssueignin er vandamálið vestanhafs Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2016 07:00 Reykjavíkurborg flaggaði regnbogafánum í hálfa stöng við Ráðhúsið í gær til minningar um fórnarlömb skotárásarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi samúðarkveðjur vegna árásarinnar á sunnudag. vísir/eyþór „Kærleikurinn mun sigra,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna 78 vegna skotárásarinnar á skemmtistaðinn Pulse í Orlando að morgni sunnudags. Fimmtíu létu lífið og 53 slösuðust þegar Omar Mateen réðst inn á klúbbinn, sem ætlaður er hinsegin fólki, vopnaður hríðskotariffli og skammbyssu. „Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur árásin vakið upp spurningar um þær litlu hömlur sem eru á byssueign í Bandaríkjunum. Barack Obama Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í kjölfar árásarinnar og talaði fyrir hertri byssulöggjöf. Það hefur hann gert ítrekað síðan hann tók við embætti en samkvæmt vef New York Times er þetta 23. fjöldaskotárásin í Bandaríkjunum síðan hann tók embætti árið 2009. Vefurinn Mother Jones segir skotárásirnar hafa verið 34 í embættistíð Obama. Meðaltal fallinna samkvæmt þeim vef eru tæpir níu manns í hverri árás. Þrátt fyrir fögur fyrirheit Obama hefur ekkert gerst í hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir ástæðuna meðal annars liggja djúpt í menningu Bandaríkjanna. „Byssueign í Bandaríkjunum og mikilvægi þess að hafa aðgang að byssu tengist frelsishugmynd margra Bandaríkjamanna. Margir Bandaríkjamenn hafa litla trú á ríkisvaldinu eða því að ríkisvaldið, og þar með lögreglan, geti verndað þá. Þeir trúa að menn verði þá bara að bjarga sér sjálfir og tryggja eigið öryggi.“ Kannanir ytra sýna lítinn stuðning við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Umræðan kemur samt alltaf upp þegar mikið mannfall verður í skotárásum. „Samtök byssueigenda og byssuframleiðenda eru mjög öflug hagsmunasamtök í Bandaríkjunum. Margir bandarískir stjórnmálamenn í mörgum fylkjum eru háðir stuðningi þessara öflugu hagsmunahópa,“ segir Baldur. Erfitt geti reynst fyrir stjórnmálamenn að berjast gegn byssueign. Það skýri meðal annars hvers vegna Obama hefur fyrst og fremst verið opinskár með skoðun sína á byssueign á seinna kjörtímabili sínu. „Því ef þessi samtök beita sér gegn stjórnmálamönnunum þá eru þeir í verulegum vandræðum. Þau beita sér af fullu afli gegn þeim sem vilja takmarka aðgengi að byssum og það er mjög erfitt að fá þessi samtök á móti sér.“ Blæbrigðamunur er á stefnu Hillary Clinton og Donalds Trump þegar kemur að byssueign. Hillary styður aukna skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja kaupa byssur. Auk þess vill hún loka svokallaðri Charleston-hjáleið sem heimilar byssukaup ef bakgrunnsathugun kaupanda hefur tekið meira en þrjá daga. Þá vill hún að skotvopn sem eru sérhönnuð fyrir hernað, svo sem hríðskotarifflar, fari úr almenningseign. Donald Trump vill aftur á móti mikið frelsi þegar kemur að byssueign og ber fyrir sig ákvæði stjórnarskrárinnar sem segir að réttur fólksins til að bera skotvopn skuli ekki takmarkaður. Hann lét meðal annars hafa eftir sér að hryðjuverkin í París í nóvember hefðu farið öðru vísi ef byssukúlurnar hefðu þotið í hina áttina. „Vel fram eftir nítjándu öldinni var ekkert ríkisvald á vesturströnd Bandaríkjanna og ekkert til þess að verja borgarana. Það skýrir þessa sögulegu áherslu á mikilvægi þess að hafa skotvopn til að verja sig,“ segir Baldur. Vantraust í garð lögreglunnar sé ýmist vegna þeirrar skoðunar almennings að lögreglan geri ekki nóg til að vernda borgarana eða sé hreinlega hættuleg borgurunum. „Margir þeldökkir Bandaríkjamenn myndu til dæmis segja það. En svo er það líka bara þessi hugmynd að örygginu sé best komið í höndum einstaklinga.“ Í sumum ríkjum Bandaríkjanna þykir sjálfsagt að hafa litla byssu í hanskahólfinu eða handtöskunni til að nota í sjálfsvörn. Ólíklegt er að miklar breytingar verði á byssulöggjöf Bandaríkjanna á næstunni að mati Baldurs. „Þetta er mjög viðkvæmt mál í bandarískum stjórnmálum, og mikið hitamál.“Ofbeldisfullir hatursglæpir ekki á borði lögreglu Ofbeldisfullir hatursglæpir gegn hinsegin fólki hafa ekki komið inn á borð hatursglæpadeildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu síðan deildin var stofnuð. Eyrún Eyþórsdóttir er yfirmaður deildarinnar en Samtökin ‘78 kærðu hatursummæli á netinu sem deildin hefur haft til skoðunar.Eyrún segir þó að ekki sé búið að þjálfa alla lögreglumenn embættisins í að þekkja hatursglæpi. „Þannig að ef það er ekki skráð [sem hatursglæpur] í lögreglukerfinu þá getur það farið fram hjá mér þó ég skimi kerfið. Þó það hafi ekki komið inn á borð til mín þá útiloka ég ekki að það hafi verið einhver slík mál í gangi.“ Hún á ekki von á sambærilegum atburðum hér og gerðust í Orlando. Slíkir atburðir geti þó kynt undir hugmyndir hjá fólki. Í svörum ríkislögreglustjóra kemur fram að greiningardeild ríkislögreglustjóra viti ekki af ógn gagnvart hinsegin fólki umfram aðra. Bent er á skýrslu embættisins um hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum frá því í febrúar 2015. Þar segir meðal annars: „Óráðlegt er að ganga að því sem vísu að hatursmenn vestrænnar menningar geri greinarmun á Íslendingum og öðrum vestrænum þjóðum þótt Íslendingar séu herlausir og taki ekki beinan þátt í aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum.“Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/ErnirViðkvæm staða í frjálsum og opnum samfélögum „Það er erfitt að lýsa í orðum viðbrögðum við þessum hræðilega atburði. Þarna tengjast saman öfgakennd öfl sem eiga sér rætur í einhvers konar öfgakenndri túlkun á trúarbrögðum og blandast inn í andúð og fjandskap gagnvart samkynhneigðu fólki,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum við skotárásinni í gær. „Í þriðja lagi er þessi hömlulausi aðgangur að skæðum vopnum í Bandaríkjunum. Þegar tugir manna eru drepnir á skömmum tíma á þennan hátt og aðrir tugir særast þá sjáum við hve viðkvæm staðan í hinu frjálsa, opna og örugga samfélagi er. Og kannski líka hve lánsöm við erum á Íslandi að geta búið í samfélagi þar sem allir fá að njóta síns lífs, hverrar gerðar sem þeir kunna að vera. Þar sem trúarbrögðum er ekki beitt til að ala upp öfgar og hatur í fólki og þar sem aðgangur að byssueign er háður alls konar hindrunum.“ Ólafur segir atburðinn hafa afhjúpað að Bandaríkin standi frammi fyrir djúpstæðum vanda. „Síendurteknir atburðir af þessu tagi í öflugasta lýðræðisríki veraldar eru áfall fyrir lýðræðið og hið frjálsa og siðmenntaða samfélag. Þessir atburðir eru þess vegna ekki bara vandamál fyrir Bandaríkin heldur líka viðvörun fyrir okkur öll í Evrópu. Við verðum að varðveita eðalkosti þessa friðsæla frjálsa samfélags sem margir okkar hafa kannski talið að væru sjálfsagðir.“ Það sé með ólíkindum að einn einstaklingur geti valdið skaða af þeim toga sem Omar Mateen olli. „Það er vegna þess að aðgangur að stríðsvopnum er veittur almennum borgurum sem geta þá beitt þeim á saklausa einstaklinga í sínu eigin samfélagi."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
„Kærleikurinn mun sigra,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna 78 vegna skotárásarinnar á skemmtistaðinn Pulse í Orlando að morgni sunnudags. Fimmtíu létu lífið og 53 slösuðust þegar Omar Mateen réðst inn á klúbbinn, sem ætlaður er hinsegin fólki, vopnaður hríðskotariffli og skammbyssu. „Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur árásin vakið upp spurningar um þær litlu hömlur sem eru á byssueign í Bandaríkjunum. Barack Obama Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í kjölfar árásarinnar og talaði fyrir hertri byssulöggjöf. Það hefur hann gert ítrekað síðan hann tók við embætti en samkvæmt vef New York Times er þetta 23. fjöldaskotárásin í Bandaríkjunum síðan hann tók embætti árið 2009. Vefurinn Mother Jones segir skotárásirnar hafa verið 34 í embættistíð Obama. Meðaltal fallinna samkvæmt þeim vef eru tæpir níu manns í hverri árás. Þrátt fyrir fögur fyrirheit Obama hefur ekkert gerst í hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir ástæðuna meðal annars liggja djúpt í menningu Bandaríkjanna. „Byssueign í Bandaríkjunum og mikilvægi þess að hafa aðgang að byssu tengist frelsishugmynd margra Bandaríkjamanna. Margir Bandaríkjamenn hafa litla trú á ríkisvaldinu eða því að ríkisvaldið, og þar með lögreglan, geti verndað þá. Þeir trúa að menn verði þá bara að bjarga sér sjálfir og tryggja eigið öryggi.“ Kannanir ytra sýna lítinn stuðning við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Umræðan kemur samt alltaf upp þegar mikið mannfall verður í skotárásum. „Samtök byssueigenda og byssuframleiðenda eru mjög öflug hagsmunasamtök í Bandaríkjunum. Margir bandarískir stjórnmálamenn í mörgum fylkjum eru háðir stuðningi þessara öflugu hagsmunahópa,“ segir Baldur. Erfitt geti reynst fyrir stjórnmálamenn að berjast gegn byssueign. Það skýri meðal annars hvers vegna Obama hefur fyrst og fremst verið opinskár með skoðun sína á byssueign á seinna kjörtímabili sínu. „Því ef þessi samtök beita sér gegn stjórnmálamönnunum þá eru þeir í verulegum vandræðum. Þau beita sér af fullu afli gegn þeim sem vilja takmarka aðgengi að byssum og það er mjög erfitt að fá þessi samtök á móti sér.“ Blæbrigðamunur er á stefnu Hillary Clinton og Donalds Trump þegar kemur að byssueign. Hillary styður aukna skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja kaupa byssur. Auk þess vill hún loka svokallaðri Charleston-hjáleið sem heimilar byssukaup ef bakgrunnsathugun kaupanda hefur tekið meira en þrjá daga. Þá vill hún að skotvopn sem eru sérhönnuð fyrir hernað, svo sem hríðskotarifflar, fari úr almenningseign. Donald Trump vill aftur á móti mikið frelsi þegar kemur að byssueign og ber fyrir sig ákvæði stjórnarskrárinnar sem segir að réttur fólksins til að bera skotvopn skuli ekki takmarkaður. Hann lét meðal annars hafa eftir sér að hryðjuverkin í París í nóvember hefðu farið öðru vísi ef byssukúlurnar hefðu þotið í hina áttina. „Vel fram eftir nítjándu öldinni var ekkert ríkisvald á vesturströnd Bandaríkjanna og ekkert til þess að verja borgarana. Það skýrir þessa sögulegu áherslu á mikilvægi þess að hafa skotvopn til að verja sig,“ segir Baldur. Vantraust í garð lögreglunnar sé ýmist vegna þeirrar skoðunar almennings að lögreglan geri ekki nóg til að vernda borgarana eða sé hreinlega hættuleg borgurunum. „Margir þeldökkir Bandaríkjamenn myndu til dæmis segja það. En svo er það líka bara þessi hugmynd að örygginu sé best komið í höndum einstaklinga.“ Í sumum ríkjum Bandaríkjanna þykir sjálfsagt að hafa litla byssu í hanskahólfinu eða handtöskunni til að nota í sjálfsvörn. Ólíklegt er að miklar breytingar verði á byssulöggjöf Bandaríkjanna á næstunni að mati Baldurs. „Þetta er mjög viðkvæmt mál í bandarískum stjórnmálum, og mikið hitamál.“Ofbeldisfullir hatursglæpir ekki á borði lögreglu Ofbeldisfullir hatursglæpir gegn hinsegin fólki hafa ekki komið inn á borð hatursglæpadeildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu síðan deildin var stofnuð. Eyrún Eyþórsdóttir er yfirmaður deildarinnar en Samtökin ‘78 kærðu hatursummæli á netinu sem deildin hefur haft til skoðunar.Eyrún segir þó að ekki sé búið að þjálfa alla lögreglumenn embættisins í að þekkja hatursglæpi. „Þannig að ef það er ekki skráð [sem hatursglæpur] í lögreglukerfinu þá getur það farið fram hjá mér þó ég skimi kerfið. Þó það hafi ekki komið inn á borð til mín þá útiloka ég ekki að það hafi verið einhver slík mál í gangi.“ Hún á ekki von á sambærilegum atburðum hér og gerðust í Orlando. Slíkir atburðir geti þó kynt undir hugmyndir hjá fólki. Í svörum ríkislögreglustjóra kemur fram að greiningardeild ríkislögreglustjóra viti ekki af ógn gagnvart hinsegin fólki umfram aðra. Bent er á skýrslu embættisins um hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum frá því í febrúar 2015. Þar segir meðal annars: „Óráðlegt er að ganga að því sem vísu að hatursmenn vestrænnar menningar geri greinarmun á Íslendingum og öðrum vestrænum þjóðum þótt Íslendingar séu herlausir og taki ekki beinan þátt í aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum.“Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/ErnirViðkvæm staða í frjálsum og opnum samfélögum „Það er erfitt að lýsa í orðum viðbrögðum við þessum hræðilega atburði. Þarna tengjast saman öfgakennd öfl sem eiga sér rætur í einhvers konar öfgakenndri túlkun á trúarbrögðum og blandast inn í andúð og fjandskap gagnvart samkynhneigðu fólki,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum við skotárásinni í gær. „Í þriðja lagi er þessi hömlulausi aðgangur að skæðum vopnum í Bandaríkjunum. Þegar tugir manna eru drepnir á skömmum tíma á þennan hátt og aðrir tugir særast þá sjáum við hve viðkvæm staðan í hinu frjálsa, opna og örugga samfélagi er. Og kannski líka hve lánsöm við erum á Íslandi að geta búið í samfélagi þar sem allir fá að njóta síns lífs, hverrar gerðar sem þeir kunna að vera. Þar sem trúarbrögðum er ekki beitt til að ala upp öfgar og hatur í fólki og þar sem aðgangur að byssueign er háður alls konar hindrunum.“ Ólafur segir atburðinn hafa afhjúpað að Bandaríkin standi frammi fyrir djúpstæðum vanda. „Síendurteknir atburðir af þessu tagi í öflugasta lýðræðisríki veraldar eru áfall fyrir lýðræðið og hið frjálsa og siðmenntaða samfélag. Þessir atburðir eru þess vegna ekki bara vandamál fyrir Bandaríkin heldur líka viðvörun fyrir okkur öll í Evrópu. Við verðum að varðveita eðalkosti þessa friðsæla frjálsa samfélags sem margir okkar hafa kannski talið að væru sjálfsagðir.“ Það sé með ólíkindum að einn einstaklingur geti valdið skaða af þeim toga sem Omar Mateen olli. „Það er vegna þess að aðgangur að stríðsvopnum er veittur almennum borgurum sem geta þá beitt þeim á saklausa einstaklinga í sínu eigin samfélagi."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira