Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2016 16:10 Moutinho í leik með portúgalska landsliðinu. Vísir/Getty Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira