Fótbolti

Tyrki dæmir leik Íslands og Portúgals

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cakir að spjalda Arbeloa í leik Spánar og Portúgals á síðasta EM.
Cakir að spjalda Arbeloa í leik Spánar og Portúgals á síðasta EM. vísir/getty
Það er hinn þrautreyndi tyrkneski dómari Cuneyt Cakir sem dæmir leik Íslands og Portúgals á EM á morgun.

Hann er 39 ára gamall og hefur dæmt ófáa stórleikina á sínum ferli. Til að mynda úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Juventus í fyrra. Hann dæmdi svo undanúrslitaleik Atletico og Bayern í Meistaradeildinni í ár.

Hann er að dæma annan leikinn í röð hjá Portúgal í röð því hann dæmdi undanúrslitaleik Portúgals og Spánverja á EM 2012. Þá unnu Spánverjar í vítaspyrnukeppni.

Cakir býr í Istanbúl með eiginkonu sinni og selur tryggingar þegar hann er ekki að dæma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×