Ítalirnir fara vel af stað á Evrópumótinu | Sjáðu mörk Ítala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:24 Emanuele Giaccherini fagnar marki sínu. Vísir/Getty Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira
Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira