Spánverjar voru sterkari strax frá fyrstu mínútu. Þeir hófu strax stórsókn að marki Tékka en þar hittu þeir fyrir Petr Cech, markvörð Tékka. Sá var í banastuði.
Hann varði bókstaflega allt sem á markið kom og það var því markalaust í leikhléi.
Sama uppskrift var í boði í síðari hálfleik. Spánverjar sóttu en Tékkar vörðust vel. Þeir fengu þó sín færi um miðjan hálfleikinn og Spánverjar vörðu meðal annars einu sinni á línu frá þeim.
Sóknir Spánverja þyngdust eftir því sem leið á leikinn og þrem mínútum fyrir leikslok átti Iniesta gullsendingu inn fyrir vörnina sem liðsfélagi hans hjá Barcelona, Gerard Pique, stangaði í netið af stutti færi.
Tékkar voru næstum búnir að jafna í uppbótartíma en David de Gea varði vel í spænska markinu. Það var annars lítið að gera hjá honum í leiknum.
Piqué á 87. mínútu! #ESP 1 #CZE 0!#EMÍsland pic.twitter.com/sP9WiHceMB
— Síminn (@siminn) June 13, 2016