Tap gegn Portúgal verða ekki endalokin hjá okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 06:00 Lars, Alfreð og Birkir á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm „Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira