Fótbolti

Tólfan í trommuveseni en Benni bongó nýtti samböndin erlendis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stærsti hluti Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, er nú kominn til Frakklands, en Ísland spilar fyrsta leikinn sinn á EM á þriðjudag.

Útlit var fyrir að íslenskir stuðningsmenn fengu ekki að taka með sér trommur inn á leikina í Frakklandi, en leyfi fyrir því fengust á elleftu stundu.

„Ég var bara í tölvunni í nokkra klukkutíma á dag í nokkra daga. Það þurfti að senda myndir, passamyndir, myndir af trommunum, fánum, stærð, þyngd og heljarmikið ferli," sögðu þeir í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einn meðlimur sveitarinnar, Benni bongó, fór um helgina á ráðstefnu í París þar sem var farið yfir helstu mál hvað varðar stuðningsmannasveitir og strákarnir segja að það hafi nýst vel.

„Í þessu bréfi á miðvikudaginn sögðu þeir að þeir væru loksins búnir að finna okkur og þeir hafi verið búnir að leita af okkur. Getiði komið til Parísar núna um helgina?" sagði Benni og hélt áfram:

„Það eru tveir dagar, ég sendi ykkur flugtilboð og þið veljið - við eigum "budget". Við fórum í skoðanarvinnu og ég var sendur út."

„Ég fór út á risa ráðstefnu og það var farið rosalega vel yfir öll öryggismál. Við reynslulitla þjóðin sem vitum ekkert hvað við erum að fara gera á þessu stórmóti. Þetta var "crucial" (innsk. blaðamannns mikilvægt) atriði," sagði Benedikt.

Allt innslag Kjartans Atla Kjartanssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×