Heimir: Þjálfari Portúgals með ógnvekjandi árangur Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 11:00 Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM 2016 í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne og hefst klukkan 19.00. Strákarnir okkar mæta vel undirbúnir til leiks en þjálfarateymið hefur eytt miklum tíma í að leikgreina portúgalska liðið fyrir leikinn í kvöld. „Við erum búnir að fara yfir Portúgal, þeirra styrkleika og veikleika og þeirra helstu leikmenn. Við Ólafur Kristjánsson gerðum það. Svo fórum við yfir föstu leikatriðin þeirra og tókum þau fyrir á æfingu,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. „Svo tók við að undirbúa okkur fyrir leikinn og hugsa hvað við þurfum að gera og hvernig við ætlum að verjast þeim. Svona var undirbúningurinn fyrir leikinn.“ Þjálfari Portúgals er Fernando Santos sem áður þjálfaði gríska landsliðið og Olympiacos þegar Alfreð Finnbogason spilaði þar. Heimir er mjög hrifinn af hvað Santos hefur gert með portúgalska liðið sem er virkilega öflugt. “Þeir sem þekkja Fernando Santos vita hversu öflugur hann er. Hann þjálfaði gríska landsliðið með frábærum árangri en þar voru engar stórstjörnur. Hann náði upp mikilli liðsheild í gríska liðinu sem er ekki með frægustu leikmenn í heimi,“ segir Heimir. “Við horfðum á sjónvarpsþátt um portúgalska liðið þar sem kom fram að hann hefur aðeins tapað einum mótsleik samtals með Grikki og Portúgal. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa út í það.“ “Núna fær hann upp í hendurnar besta fótboltamann í heimi og fleiri ótrúlega góða einstaklinga. Santos er líka búinn að búa til góða liðsheild hjá Portúgal úr liði sem er með góða einstaklinga. Sem þjálfari er gaman að sjá hvernig þeir vinna. Þar með er ekki sagt að við getum ekki strítt þeim,“ segir Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Sjá meira
Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM 2016 í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne og hefst klukkan 19.00. Strákarnir okkar mæta vel undirbúnir til leiks en þjálfarateymið hefur eytt miklum tíma í að leikgreina portúgalska liðið fyrir leikinn í kvöld. „Við erum búnir að fara yfir Portúgal, þeirra styrkleika og veikleika og þeirra helstu leikmenn. Við Ólafur Kristjánsson gerðum það. Svo fórum við yfir föstu leikatriðin þeirra og tókum þau fyrir á æfingu,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. „Svo tók við að undirbúa okkur fyrir leikinn og hugsa hvað við þurfum að gera og hvernig við ætlum að verjast þeim. Svona var undirbúningurinn fyrir leikinn.“ Þjálfari Portúgals er Fernando Santos sem áður þjálfaði gríska landsliðið og Olympiacos þegar Alfreð Finnbogason spilaði þar. Heimir er mjög hrifinn af hvað Santos hefur gert með portúgalska liðið sem er virkilega öflugt. “Þeir sem þekkja Fernando Santos vita hversu öflugur hann er. Hann þjálfaði gríska landsliðið með frábærum árangri en þar voru engar stórstjörnur. Hann náði upp mikilli liðsheild í gríska liðinu sem er ekki með frægustu leikmenn í heimi,“ segir Heimir. “Við horfðum á sjónvarpsþátt um portúgalska liðið þar sem kom fram að hann hefur aðeins tapað einum mótsleik samtals með Grikki og Portúgal. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa út í það.“ “Núna fær hann upp í hendurnar besta fótboltamann í heimi og fleiri ótrúlega góða einstaklinga. Santos er líka búinn að búa til góða liðsheild hjá Portúgal úr liði sem er með góða einstaklinga. Sem þjálfari er gaman að sjá hvernig þeir vinna. Þar með er ekki sagt að við getum ekki strítt þeim,“ segir Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00