Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2016 08:39 Lögregla hafði í nógu að snúast í Marseille í gærkvöldi þar sem stuðningsmenn létu illum látum. Vísir/EPA Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu eru alvarlega slasaðir eftir gróf slagsmál við stuðningsmenn Rússa bæði fyrir og eftir viðureign þjóðanna á EM í Frakklandi í gær. Leiknum lauk með dramatísku 1-1 jafntefli þar sem fyrirliði Rússa jafnaði metin í blálokin. Gærdagsins verður þó minnst fyrir atburði utan vallar. Fjöldi stuðningsmanna gisti á sjúkrahúsi í nótt eftir óeirðirnar en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Marseille slasaðist 31, þar á meðal eldri maður sem missti meðvitund og annar Englendingur sem fékk hjartaáfall. Eftir átök á milli stuðningsmanna Englands og Rússlands við gömlu höfnina í Marseille í aðdraganda leiksins brutust út slagsmál á Stade Velodrome í leikslok. Íslendingar mæta Ungverjum á þessum sama velli 18. júní. Enskir stuðningsmenn sáust á flótta undan hópi sem virtist skipaður Rússum, sumir huldu höfuð sín og kveiktu í flugeldum. Höfðu þeir brotið sér leið framhjá öryggisvörðum að því er Guardian greinir frá.Lögregla þurfti að beita táragasi síðar um kvöldið í frönsku borginni eftir að óeirðirnar héldu áfram að leik lokknum. Þá var neðanjarðarlestakerfi borgarninar lokað um um tíma eftir leik. Evrópska knattspyrnusambandið mun taka óeirðirnar á leikvanginum í gærkvöldi til skoðunar og er talið líklegt að rússneska knattspyrnusambandið eigi yfir höfði sér refsingu. Rússar halda sem kunnugt er HM í knattspyrnu árið 2018. Haft var eftir íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, að þeir reiknuðu með sekt frá UEFA. Að neðan má sjá myndir og upptöku frá óeirðunum í gær. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.Marseille violence: AS editor @AS_Relano on the incidents in southern France https://t.co/xG9a5yXxTM pic.twitter.com/HINLpCHPH7— AS English (@English_AS) June 12, 2016 Euro 2016: Uefa investigate violence between England and Russia fans in Marseille after day… https://t.co/TKVKSETs4y pic.twitter.com/knPeidKp5Q— Telegraph Football (@TeleFootball) June 12, 2016 Scenes in Marseille yesterday. Unbelievable! pic.twitter.com/eVJ0eQzlGl— GeniusFootball (@GeniusFootball) June 12, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 The behaviour of England fans in Marseille is "embarrassing" says Andy Burnham #EURO2016 https://t.co/1oyH5Rcigo pic.twitter.com/2x9WAgwpo3— BBC Sport (@BBCSport) June 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu eru alvarlega slasaðir eftir gróf slagsmál við stuðningsmenn Rússa bæði fyrir og eftir viðureign þjóðanna á EM í Frakklandi í gær. Leiknum lauk með dramatísku 1-1 jafntefli þar sem fyrirliði Rússa jafnaði metin í blálokin. Gærdagsins verður þó minnst fyrir atburði utan vallar. Fjöldi stuðningsmanna gisti á sjúkrahúsi í nótt eftir óeirðirnar en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Marseille slasaðist 31, þar á meðal eldri maður sem missti meðvitund og annar Englendingur sem fékk hjartaáfall. Eftir átök á milli stuðningsmanna Englands og Rússlands við gömlu höfnina í Marseille í aðdraganda leiksins brutust út slagsmál á Stade Velodrome í leikslok. Íslendingar mæta Ungverjum á þessum sama velli 18. júní. Enskir stuðningsmenn sáust á flótta undan hópi sem virtist skipaður Rússum, sumir huldu höfuð sín og kveiktu í flugeldum. Höfðu þeir brotið sér leið framhjá öryggisvörðum að því er Guardian greinir frá.Lögregla þurfti að beita táragasi síðar um kvöldið í frönsku borginni eftir að óeirðirnar héldu áfram að leik lokknum. Þá var neðanjarðarlestakerfi borgarninar lokað um um tíma eftir leik. Evrópska knattspyrnusambandið mun taka óeirðirnar á leikvanginum í gærkvöldi til skoðunar og er talið líklegt að rússneska knattspyrnusambandið eigi yfir höfði sér refsingu. Rússar halda sem kunnugt er HM í knattspyrnu árið 2018. Haft var eftir íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, að þeir reiknuðu með sekt frá UEFA. Að neðan má sjá myndir og upptöku frá óeirðunum í gær. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.Marseille violence: AS editor @AS_Relano on the incidents in southern France https://t.co/xG9a5yXxTM pic.twitter.com/HINLpCHPH7— AS English (@English_AS) June 12, 2016 Euro 2016: Uefa investigate violence between England and Russia fans in Marseille after day… https://t.co/TKVKSETs4y pic.twitter.com/knPeidKp5Q— Telegraph Football (@TeleFootball) June 12, 2016 Scenes in Marseille yesterday. Unbelievable! pic.twitter.com/eVJ0eQzlGl— GeniusFootball (@GeniusFootball) June 12, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 The behaviour of England fans in Marseille is "embarrassing" says Andy Burnham #EURO2016 https://t.co/1oyH5Rcigo pic.twitter.com/2x9WAgwpo3— BBC Sport (@BBCSport) June 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira