EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 10:00 Það virðist mjög algengt að eiga hund og reykja í Annecy. Þessi maður á hund og fékk sér sígó fyrir framan hótelið sem íslensku fjölmiðlamennirnir gista á. vísir/tom Að eiga fjölskyldu í Frakklandi og kunna varla staf í frönsku er hálf vandræðalegt. Sérstaklega í ljósi þess þegar börn frænku þinnar tala reiprennandi íslensku þrátt fyrir að vera Frakkar. Og Frakkar hata að tala önnur tungumál en frönsku, og hvað þá íslensku! Þrátt fyrir að kunna bara í raun ensku og vera slarkfær í dönsku (aðallega eftir tvo til þrjá) er ég mikill framburðarmaður og ber fram þau fáu frönsku orð sem ég kann af mikilli snilld. Eða svo hélt ég allavega. Ég kom til Annecy í gær eftir flug í gegnum Genf en til Frakklands kom ég síðast árið 1998 og gisti þá í mánuð hjá frænku minni. Ekki einu sinni þann mánuðinn tókst mér að pikka upp orð og orð af einhverju viti. En framburðurinn er alltaf sterkur.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánÁ Bastilludegi þeirra Frakka 14. júlí 1998 fór ég með frænkum mínum á þann merka veitingarstað McDonalds sem Íslendingar virðast bara ekki ætla að opna aftur. Af hverju er enginn búinn að nýta tækifærið fyrst Davíð Oddsson er í framboði til forseta og til í flest að opna McDonalds aftur heima og fá Davíð til að taka fyrsta bitann eins og hann gerði á sínum tíma? Það er önnur spurning. Á McDonalds þennan daginn ætlaði ég heldur betur að slá um mig og kaupa mér eina stóra Sprite til að taka með eftir matinn og rölta með um götur Parísar á sjóðheitum sumardegi. Ég hlóð í minn besta franska framburð, þrettán ára gamall, og bað hátt og snjallt um eina stóra "sprít". Það hélt ég að væri franski framburðurinn. Eftir mikið jappl, jaml og fuður fattaði greyið afgreiðslustelpan loksins hvað ég var að reyna að segja og spurði mig einfaldlega hvort mig langaði í spræt. Bara alveg eins og það er sagt heima á klakanum. Ég var þó fljótur að snúa þessu upp á hana og pantaði mér fanta.Björn Sigurðsson, Böddi the great, og Eiríkur Stefán horfa á leik Englands og Rússlands í miðbæ Annecy í gærkvöldi.vísir/tomEftir strembinn vinnudag í gær, sem hófst nánast á sömu sekúndu og seinni hópur fjölmiðlamanna kom til Annecy, fórum við allir saman á veitingastað niður í miðbæ borgarinnar þar sem við fengum okkur að borða, nokkra drykki og horfðum á England vera England á stórmóti. Þegar við tókum svo leigubíl heim fór ég í fyrsta bíl enda orðinn ansi lúinn eftir að hafa sofið aðeins tvo tíma í flugvélinni frá tíu morgninum áður. Við stóðum þarna allur hópurinn en aðeins fjórir komust í fyrsta bíl. Leigubílstjórinn var áhugasamur um hvort hann fengi að fara aðra ferð og vinna sér inn nokkrar evrur til viðbótar þannig hann spurði hvað við værum margir. Að þessu sinni klikkaði framburðurinn ekkert heldur getan að telja á frönsku sem ég taldi mig einnig vera með á hreinu. Ég svaraði hátt og snjallt: "quarante."Íslenskir fjölmiðlamenn fengu lögreglufylgd að hitta landsliðið á liðshótelinu í gær.vísir/tomLeigubílstjóranum brá í brún og spurði aftur og aftur svaraði ég: "quarante." Leigubílstjórinn var enn þá furðu lostinn og hélt að Annecy-borg, sem virðist vera með ömurlegasta leigubílakerfi í Evrópu, þyrfti að kalla út allt tiltækt lið til að koma okkur heim. Þegar ég hélt að framburðurinn minn væri að klikka sagði ég bara á ensku: "Fourteen." Þá róaðist minn maður töluvert. Þegar við renndum svo í hlað fattaði ég hvað málið var. Quarante er fjörutíu en ekki fjórtán. Quatorze er fjórtán. Þið vitið það allvega núna ef þið lendið í því að vera fjórtán að taka leigubíl í miðbæ Annecy. Ég held mig bara við enskuna hér eftir og geri eins og allir góðir túrisar gera þegar Frakkar skilja ekki, eða kjósa ekki að skilja, ensku: Endurtek mig og tala bara hærra!Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
Að eiga fjölskyldu í Frakklandi og kunna varla staf í frönsku er hálf vandræðalegt. Sérstaklega í ljósi þess þegar börn frænku þinnar tala reiprennandi íslensku þrátt fyrir að vera Frakkar. Og Frakkar hata að tala önnur tungumál en frönsku, og hvað þá íslensku! Þrátt fyrir að kunna bara í raun ensku og vera slarkfær í dönsku (aðallega eftir tvo til þrjá) er ég mikill framburðarmaður og ber fram þau fáu frönsku orð sem ég kann af mikilli snilld. Eða svo hélt ég allavega. Ég kom til Annecy í gær eftir flug í gegnum Genf en til Frakklands kom ég síðast árið 1998 og gisti þá í mánuð hjá frænku minni. Ekki einu sinni þann mánuðinn tókst mér að pikka upp orð og orð af einhverju viti. En framburðurinn er alltaf sterkur.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánÁ Bastilludegi þeirra Frakka 14. júlí 1998 fór ég með frænkum mínum á þann merka veitingarstað McDonalds sem Íslendingar virðast bara ekki ætla að opna aftur. Af hverju er enginn búinn að nýta tækifærið fyrst Davíð Oddsson er í framboði til forseta og til í flest að opna McDonalds aftur heima og fá Davíð til að taka fyrsta bitann eins og hann gerði á sínum tíma? Það er önnur spurning. Á McDonalds þennan daginn ætlaði ég heldur betur að slá um mig og kaupa mér eina stóra Sprite til að taka með eftir matinn og rölta með um götur Parísar á sjóðheitum sumardegi. Ég hlóð í minn besta franska framburð, þrettán ára gamall, og bað hátt og snjallt um eina stóra "sprít". Það hélt ég að væri franski framburðurinn. Eftir mikið jappl, jaml og fuður fattaði greyið afgreiðslustelpan loksins hvað ég var að reyna að segja og spurði mig einfaldlega hvort mig langaði í spræt. Bara alveg eins og það er sagt heima á klakanum. Ég var þó fljótur að snúa þessu upp á hana og pantaði mér fanta.Björn Sigurðsson, Böddi the great, og Eiríkur Stefán horfa á leik Englands og Rússlands í miðbæ Annecy í gærkvöldi.vísir/tomEftir strembinn vinnudag í gær, sem hófst nánast á sömu sekúndu og seinni hópur fjölmiðlamanna kom til Annecy, fórum við allir saman á veitingastað niður í miðbæ borgarinnar þar sem við fengum okkur að borða, nokkra drykki og horfðum á England vera England á stórmóti. Þegar við tókum svo leigubíl heim fór ég í fyrsta bíl enda orðinn ansi lúinn eftir að hafa sofið aðeins tvo tíma í flugvélinni frá tíu morgninum áður. Við stóðum þarna allur hópurinn en aðeins fjórir komust í fyrsta bíl. Leigubílstjórinn var áhugasamur um hvort hann fengi að fara aðra ferð og vinna sér inn nokkrar evrur til viðbótar þannig hann spurði hvað við værum margir. Að þessu sinni klikkaði framburðurinn ekkert heldur getan að telja á frönsku sem ég taldi mig einnig vera með á hreinu. Ég svaraði hátt og snjallt: "quarante."Íslenskir fjölmiðlamenn fengu lögreglufylgd að hitta landsliðið á liðshótelinu í gær.vísir/tomLeigubílstjóranum brá í brún og spurði aftur og aftur svaraði ég: "quarante." Leigubílstjórinn var enn þá furðu lostinn og hélt að Annecy-borg, sem virðist vera með ömurlegasta leigubílakerfi í Evrópu, þyrfti að kalla út allt tiltækt lið til að koma okkur heim. Þegar ég hélt að framburðurinn minn væri að klikka sagði ég bara á ensku: "Fourteen." Þá róaðist minn maður töluvert. Þegar við renndum svo í hlað fattaði ég hvað málið var. Quarante er fjörutíu en ekki fjórtán. Quatorze er fjórtán. Þið vitið það allvega núna ef þið lendið í því að vera fjórtán að taka leigubíl í miðbæ Annecy. Ég held mig bara við enskuna hér eftir og geri eins og allir góðir túrisar gera þegar Frakkar skilja ekki, eða kjósa ekki að skilja, ensku: Endurtek mig og tala bara hærra!Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22