Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 17:02 Aron Einar Gunnarsson í rólegheitum á hótelinu í dag. vísir/vilhelm „Þetta er voða fínt hótel og er útsýnið gott. Hér höfum við allt til alls og við erum búnir að koma okkur vel fyrir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í fótbolta, við Vísi á hittingi leikmanna og fjölmiðlamanna á liðshóteli strákanna okkar í dag. Fjölmiðlamenn sem fylgja liðinu eftir fengu að vera á hótelinu í klukkustund þar sem þeir skoðuðu sig um og tóku viðtöl við strákana. Á hótelinu er allt til alls fyrir strákana og fyrirliðinn hefur það gott.Sjá einnig:Ljósmyndari Visis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Menn geta spilað púl og fúsball. Svo er sundlaug og allt til sem maður getur óskað sér. Það verður leikið þétt þegar við förum af stað þannig það er gott að menn geti hvílt sig vel og náð góðri endurheimt sem við ættum að ná hér,“ sagði Aron Einar. Á annað hundrað öryggisvarða; bæði lögregla og sérsveitarmenn, koma að því að passa upp á strákana okkar. „Gæslan í kringum þetta er svakaleg. Þó að það sé hellidemba úti eru alltaf tveir verðir að rölta í kringum hótelið. Maður hefur aldrei verið í svona umhverfi áður. Það er gaman að vera hluti af þessu og manni líður eins og það sér eitthvað í gangi,“ sagði fyrirliðinn.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur En er þessi gæsla ekki bara áminning um að menn séu virklega hræddir við að eitthvað geti gerst? „Bæði og. Þetta er aðallega fyrirbyggjandi. Menn hafa bara varann á sem er auðvitað gott. Núna fyrst er maður hættur að taka eftir þessum sérsveitargaurum sem fylgja okkur út um allt. Þetta er samt spes. Við fórum í golf um daginn og þar mætti einn sérsveitarmaðurinn með sniper-riffill í golfbíl. Það er ekkert eðlilegt,“ sagði Aron Einar og hló. En gat hann púttað með rifflinum? „Það var eitthvað eitthvað minna um það,“ sagði fyrirliðinn brosandi að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira
„Þetta er voða fínt hótel og er útsýnið gott. Hér höfum við allt til alls og við erum búnir að koma okkur vel fyrir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í fótbolta, við Vísi á hittingi leikmanna og fjölmiðlamanna á liðshóteli strákanna okkar í dag. Fjölmiðlamenn sem fylgja liðinu eftir fengu að vera á hótelinu í klukkustund þar sem þeir skoðuðu sig um og tóku viðtöl við strákana. Á hótelinu er allt til alls fyrir strákana og fyrirliðinn hefur það gott.Sjá einnig:Ljósmyndari Visis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Menn geta spilað púl og fúsball. Svo er sundlaug og allt til sem maður getur óskað sér. Það verður leikið þétt þegar við förum af stað þannig það er gott að menn geti hvílt sig vel og náð góðri endurheimt sem við ættum að ná hér,“ sagði Aron Einar. Á annað hundrað öryggisvarða; bæði lögregla og sérsveitarmenn, koma að því að passa upp á strákana okkar. „Gæslan í kringum þetta er svakaleg. Þó að það sé hellidemba úti eru alltaf tveir verðir að rölta í kringum hótelið. Maður hefur aldrei verið í svona umhverfi áður. Það er gaman að vera hluti af þessu og manni líður eins og það sér eitthvað í gangi,“ sagði fyrirliðinn.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur En er þessi gæsla ekki bara áminning um að menn séu virklega hræddir við að eitthvað geti gerst? „Bæði og. Þetta er aðallega fyrirbyggjandi. Menn hafa bara varann á sem er auðvitað gott. Núna fyrst er maður hættur að taka eftir þessum sérsveitargaurum sem fylgja okkur út um allt. Þetta er samt spes. Við fórum í golf um daginn og þar mætti einn sérsveitarmaðurinn með sniper-riffill í golfbíl. Það er ekkert eðlilegt,“ sagði Aron Einar og hló. En gat hann púttað með rifflinum? „Það var eitthvað eitthvað minna um það,“ sagði fyrirliðinn brosandi að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22