Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 16:22 Lars Lagerbäck gefur sér ekki mikinn tíma til að horfa á EM á meðan hann er á EM. vísir/vilhelm „Þetta er alveg frábær staður sem við fundum,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þegar blaðamaður Vísis settist með honum úti á verönd á liðshóteli strákanna okkar í Annecy í dag. Sólin skín í Annecy og bærinn skartar sínu fegursta. Strákarnir hafa það gott á hótelinu sem og þjálfararnir og starfsliðið og Lars er ánægður. „Ef við horfum bara á þetta landfræðilega þá erum við að frábærum stað. Svo erum við alveg einir sem ég hef aldrei upplifað áður,“ sagði Svíinn. „Leikmennirnir hafa allt til alls hérna á hótelinu; sjúkraherbergið, afþreyingu, matsalinn, fundarsalinn, ræktina. Bara allt er í hjarta hótelsins. Vegna þess er þetta alveg frábært. Ég er ekkert að leita að neinum lúxus þegar kemur að hótelum heldur þægindum.“ „Við gistum aldrei svona þegar ég þjálfaði Svíþjóð. Við vorum alltaf á stærri hótelum,“ sagði Lars. Nokkrir strákanna og hluti af starfsliðinu sat í mestu makindum í öðrum af tveimur „bíósölum“ hótelsins og fylgdist með leik Sviss og Albaníu. Lars var ekki þar á meðal þar sem hann var upptekinn í viðtölum. „Vanalega hefur maður ekki tíma til að horfa á leikina en maður reynir alltaf að sjá eins mikið og hægt er. Ég vel samt alltaf leikina út frá því hvort við gætum mætt öðru hvoru liðinu eða báðum seinna meir eða hvort ég þekki viðkomandi lið einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Lars.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Heimaþjóð hans, Svíþjóð, er hin Norðurlandaþjóðin á Evrópumótinu en eins og allir vita þjálfaði Lars Svíana um árabil og fór með þá á fimm stórmót. Hann stefnir ekkert sérstaklega að því að fylgjast með "sínum" mönnum. „Ég hef ekki séð Svíþjóð spila í beinni í mörg ár eða síðan ég byrjaði að þjálfa Ísland. Ég hef ekki séð heilan leik einu sinni. Ég hef bara séð hluta af leikjunum en ég þekki þá nú ansi vel,“ sagði Lars Lagerbäck brosandi að lokum. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
„Þetta er alveg frábær staður sem við fundum,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þegar blaðamaður Vísis settist með honum úti á verönd á liðshóteli strákanna okkar í Annecy í dag. Sólin skín í Annecy og bærinn skartar sínu fegursta. Strákarnir hafa það gott á hótelinu sem og þjálfararnir og starfsliðið og Lars er ánægður. „Ef við horfum bara á þetta landfræðilega þá erum við að frábærum stað. Svo erum við alveg einir sem ég hef aldrei upplifað áður,“ sagði Svíinn. „Leikmennirnir hafa allt til alls hérna á hótelinu; sjúkraherbergið, afþreyingu, matsalinn, fundarsalinn, ræktina. Bara allt er í hjarta hótelsins. Vegna þess er þetta alveg frábært. Ég er ekkert að leita að neinum lúxus þegar kemur að hótelum heldur þægindum.“ „Við gistum aldrei svona þegar ég þjálfaði Svíþjóð. Við vorum alltaf á stærri hótelum,“ sagði Lars. Nokkrir strákanna og hluti af starfsliðinu sat í mestu makindum í öðrum af tveimur „bíósölum“ hótelsins og fylgdist með leik Sviss og Albaníu. Lars var ekki þar á meðal þar sem hann var upptekinn í viðtölum. „Vanalega hefur maður ekki tíma til að horfa á leikina en maður reynir alltaf að sjá eins mikið og hægt er. Ég vel samt alltaf leikina út frá því hvort við gætum mætt öðru hvoru liðinu eða báðum seinna meir eða hvort ég þekki viðkomandi lið einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Lars.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Heimaþjóð hans, Svíþjóð, er hin Norðurlandaþjóðin á Evrópumótinu en eins og allir vita þjálfaði Lars Svíana um árabil og fór með þá á fimm stórmót. Hann stefnir ekkert sérstaklega að því að fylgjast með "sínum" mönnum. „Ég hef ekki séð Svíþjóð spila í beinni í mörg ár eða síðan ég byrjaði að þjálfa Ísland. Ég hef ekki séð heilan leik einu sinni. Ég hef bara séð hluta af leikjunum en ég þekki þá nú ansi vel,“ sagði Lars Lagerbäck brosandi að lokum. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55
Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06
Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51