Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 11:13 Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson: EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson:
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35
Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06