Paul Pogba er í byrjunarliði Frakklands sem mætir Rúmeníu í opnunarleik EM 2016 á Stade de France en leikurinn hefst klukkan 19.00.
Pogba er þekktur fyrir vel flippaðar og skemmtilegar hárgreiðslur að sjálfsögðu ætlar hann ekki að valda neinum vonbrigðum á Evrópumótinu í sínu heimalandi.
Sjá einnig:Úr 2. deildinni í byrjunarlið Frakklands á EM á tveimur árum
Frakkinn magnaði er mættur út á völlinn í St. Denis með eitt af viðurnefnum sínum, Pogboom, rakað og litað í hárið.
Pogba er kallaður Pogboom vegna þess hversu fast hann skýtur en þessi öflugi leikmaður Ítalíumeistara Juventus er gríðarlega skotfastur. Hann er í dag einn af allra bestu leikmönnum Evrópu.
Pogba er einn af leikmönnunum sem allir munu fylgjast með á Evrópumótinu en Frakkar eru líklegir sigurvegarar á heimavelli og gæti Paul Pogba hæglega orðið einn af bestu leikmönnum mótsins.
Hvort sem hann stendur undir væntingum inn á vellinum eða ekki verður hann ekki sakaður um lítið hugmyndarflug þegar kemur að hárgreiðslum.
Pogba með viðurnefnið rakað og litað í hárið

Tengdar fréttir

Gestgjafarnir með söguna með sér í liði
Frakkar eru taldir líklegir til afreka á EM á heimavelli. Liðið er sterkt og svo er sagan þeim hagstæð. Frakkar eru með frábæra blöndu leikmanna í sínu liði.

Úr 2. deildinni í byrjunarlið Frakklands á EM á tveimur árum
N'Golo Kante spilaði í næstefstu deild Frakklands fyrir tveimur árum en er nú Englandsmeistari og í byrjunarliðinu í opnunarleik EM.

Fáið EM beint í æð á Snapchat
Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum.