Íslenska treyjan næstflottust Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2016 17:00 Alfreð Finnbogason í Errea-treyjunni sem strákarnir okkar verða í á EM. vísir/eyþór Íslenska landsliðstreyjan sem strákarnir okkar spila í á Evrópumótinu í fótbolta er sú fjórtánda flottasta á mótinu samkvæmt lesendum Sky Sports en kosning var sett inn á heimasíðu breska íþróttafréttarisans í dag. Hún er næstflottust af liðunum fjórum í F-riðli Evrópumótsins. Errea-treyjan, sem tryggir KSÍ tugi milljóna í tekjur, var frekar umdeild þegar hún var kynnt á Íslandi í byrjun mars. Þjóðin missti sig á Twitter og tískurisinn Guðmundur Jörundsson sagði treyjuna svo ljóta að hún væri mannréttindabrot. Sala á treyjunni hefur engu að síður gengið vel og má segja að fólk sé að taka hana meira og meira í sátt. Strákarnir nota bláu heimatreyjuna væntanlega gegn Ungverjalandi í öðrum leik liðsins 18. júní. Aftur á móti má áætla að þeir verði í hvítu útivallartreyjunni gegn Portúgal í fyrsta leiknum 14. júní. Íslenska treyjan er, þegar þetta er skrifað, í fjórtánda sæti í heildarkosningunni með 31 þúsund jákvæð viðbrögð en 61 þúsund neikvæð viðbrögð. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því aðeins fjórar treyjur á mótinu fá fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð. Franski búningurinni ber af í kosningunni en hann fær 91 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 22 þúsund neikvæðum. Króatía og Tyrkland koma næst á eftir Frökkunum. Portúgal er með langflottasta búninginn í F-riðli en hann er sá fjórði og síðasti sem fær fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð (58 þúsund á móti 45 þúsundum). Ísland er með næst flottasta búninginn í F-riðli en Austurríkismenn eru í fimmtánda sæti, einu sæti á eftir Íslandi, með 26 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 62 þúsund neikvæðum. Ungverjar eru í 19. sæti af 24 en treyjan þeirra fær 20 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 63 þúsund neikvæðum.Hér má sjá allan listann og hjálpa strákunum okkar eða treyjunni okkar að komast ofar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30 Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans. 10. júní 2016 16:30 Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir Fínar aðstæður á litlum æfingavelli fyrir íslenska landsliðið í Annecy. 10. júní 2016 08:50 Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. 10. júní 2016 14:40 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Íslenska landsliðstreyjan sem strákarnir okkar spila í á Evrópumótinu í fótbolta er sú fjórtánda flottasta á mótinu samkvæmt lesendum Sky Sports en kosning var sett inn á heimasíðu breska íþróttafréttarisans í dag. Hún er næstflottust af liðunum fjórum í F-riðli Evrópumótsins. Errea-treyjan, sem tryggir KSÍ tugi milljóna í tekjur, var frekar umdeild þegar hún var kynnt á Íslandi í byrjun mars. Þjóðin missti sig á Twitter og tískurisinn Guðmundur Jörundsson sagði treyjuna svo ljóta að hún væri mannréttindabrot. Sala á treyjunni hefur engu að síður gengið vel og má segja að fólk sé að taka hana meira og meira í sátt. Strákarnir nota bláu heimatreyjuna væntanlega gegn Ungverjalandi í öðrum leik liðsins 18. júní. Aftur á móti má áætla að þeir verði í hvítu útivallartreyjunni gegn Portúgal í fyrsta leiknum 14. júní. Íslenska treyjan er, þegar þetta er skrifað, í fjórtánda sæti í heildarkosningunni með 31 þúsund jákvæð viðbrögð en 61 þúsund neikvæð viðbrögð. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því aðeins fjórar treyjur á mótinu fá fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð. Franski búningurinni ber af í kosningunni en hann fær 91 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 22 þúsund neikvæðum. Króatía og Tyrkland koma næst á eftir Frökkunum. Portúgal er með langflottasta búninginn í F-riðli en hann er sá fjórði og síðasti sem fær fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð (58 þúsund á móti 45 þúsundum). Ísland er með næst flottasta búninginn í F-riðli en Austurríkismenn eru í fimmtánda sæti, einu sæti á eftir Íslandi, með 26 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 62 þúsund neikvæðum. Ungverjar eru í 19. sæti af 24 en treyjan þeirra fær 20 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 63 þúsund neikvæðum.Hér má sjá allan listann og hjálpa strákunum okkar eða treyjunni okkar að komast ofar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30 Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans. 10. júní 2016 16:30 Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir Fínar aðstæður á litlum æfingavelli fyrir íslenska landsliðið í Annecy. 10. júní 2016 08:50 Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. 10. júní 2016 14:40 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30
Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans. 10. júní 2016 16:30
Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir Fínar aðstæður á litlum æfingavelli fyrir íslenska landsliðið í Annecy. 10. júní 2016 08:50
Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. 10. júní 2016 14:40
Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00
Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36