Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2016 19:00 Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir að á annað hundrað manns sjái um að gæta öryggis íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Portúgal í St. Etienne á þriðjudag en hefur síðustu daga æft í Annecy, þar sem liðið hefur bækistöðvar sínar. „Þetta gengur mjög vel. Við erum búnir að fara yfir þetta með þeim sem sjá um gæsluna og er allt eftir áætlun. Það hefur engu þurft að breyta,“ sagði Víðir en viðtalið við hann má sjá hér fyrir ofan. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi og Belgíu hafa öryggismálin verið í brennidepli í kringum Evrópumeistaramótið. En Víðir segir að gæslan í kringum öll liðin, líka það íslenska, sé eins og best verður á kosið. „Ég hugsa að það séu á annað hundrað manns í kringum þetta hér. Sem dæmi má nefna að við hreyfum ekki bílana okkar án þess að vera í lögreglufylgd og þá eru mótorhjól allt í kring. Það er farið með okkur eins og kónga.“ Þrátt fyrir stranga umgjörð og mikið umfang gæslunnar segir Víðir að það sé góð og afslöppuð stemning í kringum íslenska landsliðið. „Við leggjum áherslu á að öllum líði vel og hafi gaman. Enda hafa öryggisverðirnir haft orð á því að það komi þeim á óvart hvað það er létt yfir hópnum. Það er allt jákvætt, menn eru brosmildir og tilbúnir að spjalla.“ „Hér er enginn að hlaupa upp í rútu heldur eru þeir komnir hingað til að njóta þess að vera á mótinu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30 Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir að á annað hundrað manns sjái um að gæta öryggis íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Portúgal í St. Etienne á þriðjudag en hefur síðustu daga æft í Annecy, þar sem liðið hefur bækistöðvar sínar. „Þetta gengur mjög vel. Við erum búnir að fara yfir þetta með þeim sem sjá um gæsluna og er allt eftir áætlun. Það hefur engu þurft að breyta,“ sagði Víðir en viðtalið við hann má sjá hér fyrir ofan. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi og Belgíu hafa öryggismálin verið í brennidepli í kringum Evrópumeistaramótið. En Víðir segir að gæslan í kringum öll liðin, líka það íslenska, sé eins og best verður á kosið. „Ég hugsa að það séu á annað hundrað manns í kringum þetta hér. Sem dæmi má nefna að við hreyfum ekki bílana okkar án þess að vera í lögreglufylgd og þá eru mótorhjól allt í kring. Það er farið með okkur eins og kónga.“ Þrátt fyrir stranga umgjörð og mikið umfang gæslunnar segir Víðir að það sé góð og afslöppuð stemning í kringum íslenska landsliðið. „Við leggjum áherslu á að öllum líði vel og hafi gaman. Enda hafa öryggisverðirnir haft orð á því að það komi þeim á óvart hvað það er létt yfir hópnum. Það er allt jákvætt, menn eru brosmildir og tilbúnir að spjalla.“ „Hér er enginn að hlaupa upp í rútu heldur eru þeir komnir hingað til að njóta þess að vera á mótinu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30 Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00
Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30
Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00
Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36