Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2016 19:00 Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir að á annað hundrað manns sjái um að gæta öryggis íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Portúgal í St. Etienne á þriðjudag en hefur síðustu daga æft í Annecy, þar sem liðið hefur bækistöðvar sínar. „Þetta gengur mjög vel. Við erum búnir að fara yfir þetta með þeim sem sjá um gæsluna og er allt eftir áætlun. Það hefur engu þurft að breyta,“ sagði Víðir en viðtalið við hann má sjá hér fyrir ofan. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi og Belgíu hafa öryggismálin verið í brennidepli í kringum Evrópumeistaramótið. En Víðir segir að gæslan í kringum öll liðin, líka það íslenska, sé eins og best verður á kosið. „Ég hugsa að það séu á annað hundrað manns í kringum þetta hér. Sem dæmi má nefna að við hreyfum ekki bílana okkar án þess að vera í lögreglufylgd og þá eru mótorhjól allt í kring. Það er farið með okkur eins og kónga.“ Þrátt fyrir stranga umgjörð og mikið umfang gæslunnar segir Víðir að það sé góð og afslöppuð stemning í kringum íslenska landsliðið. „Við leggjum áherslu á að öllum líði vel og hafi gaman. Enda hafa öryggisverðirnir haft orð á því að það komi þeim á óvart hvað það er létt yfir hópnum. Það er allt jákvætt, menn eru brosmildir og tilbúnir að spjalla.“ „Hér er enginn að hlaupa upp í rútu heldur eru þeir komnir hingað til að njóta þess að vera á mótinu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30 Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir að á annað hundrað manns sjái um að gæta öryggis íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Portúgal í St. Etienne á þriðjudag en hefur síðustu daga æft í Annecy, þar sem liðið hefur bækistöðvar sínar. „Þetta gengur mjög vel. Við erum búnir að fara yfir þetta með þeim sem sjá um gæsluna og er allt eftir áætlun. Það hefur engu þurft að breyta,“ sagði Víðir en viðtalið við hann má sjá hér fyrir ofan. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi og Belgíu hafa öryggismálin verið í brennidepli í kringum Evrópumeistaramótið. En Víðir segir að gæslan í kringum öll liðin, líka það íslenska, sé eins og best verður á kosið. „Ég hugsa að það séu á annað hundrað manns í kringum þetta hér. Sem dæmi má nefna að við hreyfum ekki bílana okkar án þess að vera í lögreglufylgd og þá eru mótorhjól allt í kring. Það er farið með okkur eins og kónga.“ Þrátt fyrir stranga umgjörð og mikið umfang gæslunnar segir Víðir að það sé góð og afslöppuð stemning í kringum íslenska landsliðið. „Við leggjum áherslu á að öllum líði vel og hafi gaman. Enda hafa öryggisverðirnir haft orð á því að það komi þeim á óvart hvað það er létt yfir hópnum. Það er allt jákvætt, menn eru brosmildir og tilbúnir að spjalla.“ „Hér er enginn að hlaupa upp í rútu heldur eru þeir komnir hingað til að njóta þess að vera á mótinu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30 Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00
Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30
Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00
Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36