Slegist um landsliðstreyjurnar Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2016 11:25 Valdimar og hans menn hafa staðið vaktina dag og nótt og hreinlega mokað út landsliðstreyjum og allskyns fylgihlutum. Sannkallað treyjuæði er nú ríkjandi á Íslandi. Landsliðstreyjuæði. Það má heita til marks um þá spennu sem er að byggjast upp fyrir EM. Erfitt er að meta það á þessu stigi hversu margar treyjur hafa selst að undanförnu en menn slá á að það séu um 15 þúsund treyjur. Treyjurnar kosta 12 þúsund krónur þannig að um verulega veltu er að ræða. Þeir hjá Jóa útherja, sem er sérhæfð knattspyrnuverslun, hafa ekki undan að afgreiða landsliðstreyjur. Það er hreinlega slegist um treyjurnar, allt sem kemur inn selst upp. „Þetta er stærra en jólin. Allir vilja vera í landsliðstreyju,“ sagði afgreiðslumaður í búðinni þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið.Salan meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Ýmsar treyjur eru í gangi; Tólfan er með sínar treyjur sem framleiddar eru af Henson og merktar Carlsberg, en þær eru ekki hinar opinberu landsliðstreyjur sem framleiddar eru af Errea, né heldur er um að ræða eftirlíkingar sem panta má hjá AliExpress eða aðrar eftirlíkingar sem víða má fá. En sé þeim bætt við má ætla, án ábyrgðar, að fleiri þúsund manns, jafnvel tug þúsund manna, munu klæðast þessum búningum næstu daga. Valdimar P. Magnússon er foringinn hjá Jóa útherja og sérfræðingur í þessum efnum. Hann segir sannkallað treyjuæði ríkja, alveg magnað og hann hefur ekki upplifað annað eins.Sá sem er vinsælastur meðal þeirra sem láta merkja treyjur sínar, sem eru flestir, er Gylfi Sigurðsson: Um 30 prósent vilja vera númer 10.visir/anton„Við höfum ekki undan að panta. Salan er miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Og þá verða alltaf einhver vandræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að nánast er slegist um treyjurnar þegar þær berast. „Það verða alltaf einhverjir fúlir en það verða allir að sýna skilning.“Staðið vaktina nú dag og nótt Valdimar er ekki alveg með heildartöluna á hreinu, þá hversu margar treyjur Jói útherji hefur afgreitt, en hann segir það um fjögur þúsund. Jói útherji er sennilega stærsti einstaki aðilinn sem höndlar með þessar treyjur en þær má vitaskuld fá í öllum helstu sportvöruverslunum um land allt þannig að heildartalan er miklu hærri. „Við erum búnir að standa vaktina dag og nótt í tvær vikur, við að selja og merkja. Það er annar handleggur. Allir vilja merkja sínar treyjur og vera með númer á bakinu. Sem er seinlegur prósess,“ segir Valdimar.Gylfi vinsælastur Sá sem er vinsælastur er Gylfi, en um þrjátíu prósent merkja sig honum. Guðjohnsen kemur þar á hæla og Sigþórsson er líkast til í þriðja sætinu. Auk þess vilja menn sín eigin nöfn á treyjurnar og ekkert endilega nöfn, það getur verið allskonar. Sérmerking á bak og framan á treyjurnar kostar þrjú þúsund krónur hjá Jóa útherja. „Svo erum við að selja öll hin löndin, þau eru með inni í þessu. Svo náttúrlega, þegar þú ert kominn í búninginn, þarftu meira en það. Réttu takkaskóna og fleira. Þar er líka æði í gangi. Menn þurfa að vera í nýjustu takkaskónum. Og þar eigum við oft það sem fólk er að biðja um.“ Valdimar gerir ráð fyrir því að mesti kúfurinn sé að baki, en það sé þó aldrei að vita. Og hann segir veltuna vissulega góða. „Þetta er náttúrlega gríðarlegur veltuhraði. Það hjálpar til. Þetta eru ekki lagervörur lengur.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Sannkallað treyjuæði er nú ríkjandi á Íslandi. Landsliðstreyjuæði. Það má heita til marks um þá spennu sem er að byggjast upp fyrir EM. Erfitt er að meta það á þessu stigi hversu margar treyjur hafa selst að undanförnu en menn slá á að það séu um 15 þúsund treyjur. Treyjurnar kosta 12 þúsund krónur þannig að um verulega veltu er að ræða. Þeir hjá Jóa útherja, sem er sérhæfð knattspyrnuverslun, hafa ekki undan að afgreiða landsliðstreyjur. Það er hreinlega slegist um treyjurnar, allt sem kemur inn selst upp. „Þetta er stærra en jólin. Allir vilja vera í landsliðstreyju,“ sagði afgreiðslumaður í búðinni þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið.Salan meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Ýmsar treyjur eru í gangi; Tólfan er með sínar treyjur sem framleiddar eru af Henson og merktar Carlsberg, en þær eru ekki hinar opinberu landsliðstreyjur sem framleiddar eru af Errea, né heldur er um að ræða eftirlíkingar sem panta má hjá AliExpress eða aðrar eftirlíkingar sem víða má fá. En sé þeim bætt við má ætla, án ábyrgðar, að fleiri þúsund manns, jafnvel tug þúsund manna, munu klæðast þessum búningum næstu daga. Valdimar P. Magnússon er foringinn hjá Jóa útherja og sérfræðingur í þessum efnum. Hann segir sannkallað treyjuæði ríkja, alveg magnað og hann hefur ekki upplifað annað eins.Sá sem er vinsælastur meðal þeirra sem láta merkja treyjur sínar, sem eru flestir, er Gylfi Sigurðsson: Um 30 prósent vilja vera númer 10.visir/anton„Við höfum ekki undan að panta. Salan er miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Og þá verða alltaf einhver vandræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að nánast er slegist um treyjurnar þegar þær berast. „Það verða alltaf einhverjir fúlir en það verða allir að sýna skilning.“Staðið vaktina nú dag og nótt Valdimar er ekki alveg með heildartöluna á hreinu, þá hversu margar treyjur Jói útherji hefur afgreitt, en hann segir það um fjögur þúsund. Jói útherji er sennilega stærsti einstaki aðilinn sem höndlar með þessar treyjur en þær má vitaskuld fá í öllum helstu sportvöruverslunum um land allt þannig að heildartalan er miklu hærri. „Við erum búnir að standa vaktina dag og nótt í tvær vikur, við að selja og merkja. Það er annar handleggur. Allir vilja merkja sínar treyjur og vera með númer á bakinu. Sem er seinlegur prósess,“ segir Valdimar.Gylfi vinsælastur Sá sem er vinsælastur er Gylfi, en um þrjátíu prósent merkja sig honum. Guðjohnsen kemur þar á hæla og Sigþórsson er líkast til í þriðja sætinu. Auk þess vilja menn sín eigin nöfn á treyjurnar og ekkert endilega nöfn, það getur verið allskonar. Sérmerking á bak og framan á treyjurnar kostar þrjú þúsund krónur hjá Jóa útherja. „Svo erum við að selja öll hin löndin, þau eru með inni í þessu. Svo náttúrlega, þegar þú ert kominn í búninginn, þarftu meira en það. Réttu takkaskóna og fleira. Þar er líka æði í gangi. Menn þurfa að vera í nýjustu takkaskónum. Og þar eigum við oft það sem fólk er að biðja um.“ Valdimar gerir ráð fyrir því að mesti kúfurinn sé að baki, en það sé þó aldrei að vita. Og hann segir veltuna vissulega góða. „Þetta er náttúrlega gríðarlegur veltuhraði. Það hjálpar til. Þetta eru ekki lagervörur lengur.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira