Upp fyrir Wales á síðasta kvöldinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 06:30 Strákarnir okkar á æfingu í Annecy. vísir/afp Ísland er ein af fimm þjóðum sem eru á leiðinni á sitt fyrsta Evrópumót karla í fótbolta. Þegar Ísland hefur leik eftir fimm daga hafa Wales, Albanía, Slóvakía og Norður-Írland öll spilað sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM. Ísland verður því sá nýliði sem hefur þurft að bíða lengst eftir að spila á EM frá því að sætið var tryggt. Þegar strákarnir ganga út á völlinn í Saint-Étienne verða liðnir 282 dagar frá sunnudagskvöldinu í Laugardalnum þegar stig á móti Kasakstan skilaði Íslandi inn á EM. Íslenska landsliðið hefur spilað ellefu landsleiki á þessum tíma eða landsleik á 26 daga fresti. Hinar þjóðirnar hafa einnig spilað fullt af landsleikjum á þessum dögum milli þess að sætið var tryggt og að EM hefst. Það er fróðlegt að bera saman árangur nýliðanna fimm frá stóra deginum. Allir voru þeir að upplifa stóra stund í knattspyrnusögu sinnar þjóðar.graf/fréttablaðiðEkki afsökun en hluti af skýringu Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa verið að duglegir að prófa ýmsa leikmenn og Ísland hefur aldrei byrjað með það lið sem er líklegast til að ganga út á völlinn á móti Portúgal. Það er ekki afsökun en hluti af skýringunni á því að Ísland hefur tapað jafn mörgum leikjum og raunin er. Það þarf ekki að koma á óvart að Ísland sé neðarlega á listanum yfir árangur þjóðanna í þessum leikjum. Sigurinn á Liechtenstein á mánudagskvöldið sá hins vegar til þess að Ísland rekur ekki lestina. Það kemur í hlut Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu. Ísland vann lokaleikinn sinn en Wales tapaði aftur á móti tveimur síðustu leikjum sínum og hefur ekki unnuð leik síðan liðið vann Andorra 2-0 í október.Alltof mörg mörk á sig Ísland er kannski í 4. sæti yfir árangur en liðið er aftur á móti í neðsta sæti þegar kemur að mörkum fengnum á sig. Ísland hefur fengið á sig tvö mörk að meðaltali í leik í þessum ellefu leikjum. Allt aðra sögu er að segja af liðum Slóvakíu og Norður-Írlands en hvorugt þeirra hefur tapað leik síðan þau tryggðu sig inn á EM. Slóvakar eru með aðeins betri árangur og meðal liða sem þeir hafa unnið er Ísland og heimsmeistarar Þýskalands. Það vill svo til að Slóvakar mæta Wales í fyrsta leik sínum á laugardaginn, liðið með besta árangurinn á móti liðinu með þann versta. Strákarnir hafa lofað íslensku þjóðinni að mæta til leiks á EM eins og liðið í undankeppninni en ekki liðið í vináttulandsleikjunum. Nú er bara að vona að strákarnir geti staðið við það og við sjáum aftur liðið sem vann Tékka og Hollendinga á síðasta ári. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hægt að borða íslenska landsliðsbúninginn í Annecy Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er með höfuðstöðvar sínar í Annecy á meðan íslenska liðið er að keppa á Evrópumótinu í Frakklandi. 9. júní 2016 17:00 Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi "Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. 9. júní 2016 12:00 Kolbeinn: Erum góðir gegn toppliðunum "Stemningin er alltaf góð í þessum hóp. Það er gott að vera kominn,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson en landsliðið er komið til Annecy í Frakklandi eins og flestum ætti að vera kunnugt um. 9. júní 2016 11:00 Ísland fimmtánda besta liðið á EM samkvæmt ESPN | Ungverjar slakastir Í tilefni af því að EM hefst á morgun með opnunarleik Frakka og Rúmena fékk ESPN blaðamanninn Miguel Delaney til að raða liðunum 24 sem taka þátt í Frakklandi í röð eftir styrkleika. 9. júní 2016 17:45 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Ísland er ein af fimm þjóðum sem eru á leiðinni á sitt fyrsta Evrópumót karla í fótbolta. Þegar Ísland hefur leik eftir fimm daga hafa Wales, Albanía, Slóvakía og Norður-Írland öll spilað sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM. Ísland verður því sá nýliði sem hefur þurft að bíða lengst eftir að spila á EM frá því að sætið var tryggt. Þegar strákarnir ganga út á völlinn í Saint-Étienne verða liðnir 282 dagar frá sunnudagskvöldinu í Laugardalnum þegar stig á móti Kasakstan skilaði Íslandi inn á EM. Íslenska landsliðið hefur spilað ellefu landsleiki á þessum tíma eða landsleik á 26 daga fresti. Hinar þjóðirnar hafa einnig spilað fullt af landsleikjum á þessum dögum milli þess að sætið var tryggt og að EM hefst. Það er fróðlegt að bera saman árangur nýliðanna fimm frá stóra deginum. Allir voru þeir að upplifa stóra stund í knattspyrnusögu sinnar þjóðar.graf/fréttablaðiðEkki afsökun en hluti af skýringu Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa verið að duglegir að prófa ýmsa leikmenn og Ísland hefur aldrei byrjað með það lið sem er líklegast til að ganga út á völlinn á móti Portúgal. Það er ekki afsökun en hluti af skýringunni á því að Ísland hefur tapað jafn mörgum leikjum og raunin er. Það þarf ekki að koma á óvart að Ísland sé neðarlega á listanum yfir árangur þjóðanna í þessum leikjum. Sigurinn á Liechtenstein á mánudagskvöldið sá hins vegar til þess að Ísland rekur ekki lestina. Það kemur í hlut Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu. Ísland vann lokaleikinn sinn en Wales tapaði aftur á móti tveimur síðustu leikjum sínum og hefur ekki unnuð leik síðan liðið vann Andorra 2-0 í október.Alltof mörg mörk á sig Ísland er kannski í 4. sæti yfir árangur en liðið er aftur á móti í neðsta sæti þegar kemur að mörkum fengnum á sig. Ísland hefur fengið á sig tvö mörk að meðaltali í leik í þessum ellefu leikjum. Allt aðra sögu er að segja af liðum Slóvakíu og Norður-Írlands en hvorugt þeirra hefur tapað leik síðan þau tryggðu sig inn á EM. Slóvakar eru með aðeins betri árangur og meðal liða sem þeir hafa unnið er Ísland og heimsmeistarar Þýskalands. Það vill svo til að Slóvakar mæta Wales í fyrsta leik sínum á laugardaginn, liðið með besta árangurinn á móti liðinu með þann versta. Strákarnir hafa lofað íslensku þjóðinni að mæta til leiks á EM eins og liðið í undankeppninni en ekki liðið í vináttulandsleikjunum. Nú er bara að vona að strákarnir geti staðið við það og við sjáum aftur liðið sem vann Tékka og Hollendinga á síðasta ári.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hægt að borða íslenska landsliðsbúninginn í Annecy Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er með höfuðstöðvar sínar í Annecy á meðan íslenska liðið er að keppa á Evrópumótinu í Frakklandi. 9. júní 2016 17:00 Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi "Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. 9. júní 2016 12:00 Kolbeinn: Erum góðir gegn toppliðunum "Stemningin er alltaf góð í þessum hóp. Það er gott að vera kominn,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson en landsliðið er komið til Annecy í Frakklandi eins og flestum ætti að vera kunnugt um. 9. júní 2016 11:00 Ísland fimmtánda besta liðið á EM samkvæmt ESPN | Ungverjar slakastir Í tilefni af því að EM hefst á morgun með opnunarleik Frakka og Rúmena fékk ESPN blaðamanninn Miguel Delaney til að raða liðunum 24 sem taka þátt í Frakklandi í röð eftir styrkleika. 9. júní 2016 17:45 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Hægt að borða íslenska landsliðsbúninginn í Annecy Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er með höfuðstöðvar sínar í Annecy á meðan íslenska liðið er að keppa á Evrópumótinu í Frakklandi. 9. júní 2016 17:00
Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi "Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. 9. júní 2016 12:00
Kolbeinn: Erum góðir gegn toppliðunum "Stemningin er alltaf góð í þessum hóp. Það er gott að vera kominn,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson en landsliðið er komið til Annecy í Frakklandi eins og flestum ætti að vera kunnugt um. 9. júní 2016 11:00
Ísland fimmtánda besta liðið á EM samkvæmt ESPN | Ungverjar slakastir Í tilefni af því að EM hefst á morgun með opnunarleik Frakka og Rúmena fékk ESPN blaðamanninn Miguel Delaney til að raða liðunum 24 sem taka þátt í Frakklandi í röð eftir styrkleika. 9. júní 2016 17:45
Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð