Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 06:00 Didier Deschamps van HM 1998 og EM 2000 og er nú þjálfari Frakka. vísir/getty Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira