Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2016 13:30 Síðast þegar karlalandslið Englands og Íslands mættust á knattspyrnuvellinum unnu þeirr fyrrnefndu 6-1 sigur. Vettvangurinn var City of Manchester Stadium í samnefndri borg og var æfingaleikur í aðdraganda EM 2004, raunar síðasti leikur Englands fyrir mótið. Byrjunarlið Íslands þennan dag var svona: Árni Gautur Arason, Indriði Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson. Pétur Marteinsson, sem er hluti af teymi Símans á Evrópumótinu, man vel eftir leiknum. „Ég ætlaði að segja því miður en þetta var upplifun,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þarna voru þeir með frábært lið. Beckham, Scholes og Owen með Rooney frammi.“ Pétur Marteins rifjar upp 6-1 leikinn í spilaranum að neðan. Byrjunarlið Englands í leiknum var svona: Paul Robinson, Gary Neville, Ashley Cole, Sol Campbell, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Frank Lampard, Paul Scholes, Wayne Rooney og Michael Owen. „Ég man eftir því fyrir leik að þá kemur sænski þjálfarinn þeirra Sven Göran Eriksson inn í klefa til okkar og segir: „Hey strákar, þetta er síðasti leikur fyrir stórmót, „take it easy“. Engar tæklingar, ekkert rugl,“ rifjar Pétur upp brosandi. „Svo förum við út á völl og eftir þrjár til fjórar mínútur kom Paul Scholes fljúgandi í Heiðar Helgu, negldi hann með tökkunum fyrir ofan hné,“ segir Pétur. Augljóst rautt spjald að hans mati en Scholes slapp eins og svo oft áður. „Þannig að þeir fóru ekki eftir þessari reglu hjá Sven Göran,“ segir Pétur. Wayne Rooney skoraði tvö mörk í leiknum, annað með glæsilegu langskoti, og allt gekk upp hjá þeim að sögn Péturs og grínast: „Ekki eins mikið hjá okkur.“Mörkin úr leiknum í Manchester 2004 má sjá í spilaranum að neðan. Rooney vissi ekki af skilaboðunum Blaðamaður ákvað að spyrja Wayne Rooney út í þennan leik fyrir tólf árum á blaðamannafundi í Nice í gær. „Já, ég man eftir leiknum,“ sagði Rooney á fundinum. „Ég vissi reyndar ekki að Sven Göran hefði gert þetta.“ Leikurinn hefði verið góður undirbúningsleikur og gott hefði verið að vinna hann.Svar Rooney má sjá eftir 13 mínútur og 30 sekúndur í spilaranum að neðan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Síðast þegar karlalandslið Englands og Íslands mættust á knattspyrnuvellinum unnu þeirr fyrrnefndu 6-1 sigur. Vettvangurinn var City of Manchester Stadium í samnefndri borg og var æfingaleikur í aðdraganda EM 2004, raunar síðasti leikur Englands fyrir mótið. Byrjunarlið Íslands þennan dag var svona: Árni Gautur Arason, Indriði Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson. Pétur Marteinsson, sem er hluti af teymi Símans á Evrópumótinu, man vel eftir leiknum. „Ég ætlaði að segja því miður en þetta var upplifun,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þarna voru þeir með frábært lið. Beckham, Scholes og Owen með Rooney frammi.“ Pétur Marteins rifjar upp 6-1 leikinn í spilaranum að neðan. Byrjunarlið Englands í leiknum var svona: Paul Robinson, Gary Neville, Ashley Cole, Sol Campbell, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Frank Lampard, Paul Scholes, Wayne Rooney og Michael Owen. „Ég man eftir því fyrir leik að þá kemur sænski þjálfarinn þeirra Sven Göran Eriksson inn í klefa til okkar og segir: „Hey strákar, þetta er síðasti leikur fyrir stórmót, „take it easy“. Engar tæklingar, ekkert rugl,“ rifjar Pétur upp brosandi. „Svo förum við út á völl og eftir þrjár til fjórar mínútur kom Paul Scholes fljúgandi í Heiðar Helgu, negldi hann með tökkunum fyrir ofan hné,“ segir Pétur. Augljóst rautt spjald að hans mati en Scholes slapp eins og svo oft áður. „Þannig að þeir fóru ekki eftir þessari reglu hjá Sven Göran,“ segir Pétur. Wayne Rooney skoraði tvö mörk í leiknum, annað með glæsilegu langskoti, og allt gekk upp hjá þeim að sögn Péturs og grínast: „Ekki eins mikið hjá okkur.“Mörkin úr leiknum í Manchester 2004 má sjá í spilaranum að neðan. Rooney vissi ekki af skilaboðunum Blaðamaður ákvað að spyrja Wayne Rooney út í þennan leik fyrir tólf árum á blaðamannafundi í Nice í gær. „Já, ég man eftir leiknum,“ sagði Rooney á fundinum. „Ég vissi reyndar ekki að Sven Göran hefði gert þetta.“ Leikurinn hefði verið góður undirbúningsleikur og gott hefði verið að vinna hann.Svar Rooney má sjá eftir 13 mínútur og 30 sekúndur í spilaranum að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00
EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00
EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00