Leikurinn var nánast tíðindalaus en hvorugt liðið átti skot á markið í venjulegum leiktíma. Þetta er í fyrsta sinn í sögu EM sem það gerist.
Króatar voru sterkari aðilinn í framlengingunni og miðvörðurinn Domagoj Vida fékk dauðafæri á 113. mínútu en skallaði yfir.
Þremur mínútum síðar átti Ivan Perisic skalla í stöng. Portúgal brunaði því næst í sókn, Renato Sanches bar boltann upp og fann Nani sem átti frábæra sendingu á Cristiano Ronaldo.
Danijel Subasic varði frá Ronaldo en frákastið endaði hjá Quaresma sem skallaði boltann í opið markið. Þetta voru einu tvö skotin á markið í öllum leiknum.
Vida átti ágætis skot framhjá undir lokin en allt kom fyrir ekki og Portúgalar fögnuðu sigri og sæti í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Pólverjum.
Ótrúlegar lokamínútur í framlengingu og . Portúgal skorar eftir stórsókn Króatíu. 1-0. #EMÍsland https://t.co/JIfyxkXq45
— Síminn (@siminn) June 25, 2016