Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu.
Tugir þúsunda biðu á vef UEFA í dag í von og óvon um hvort þeir fengju miða á þennan stórleik í 16-liða úrslitum á EM.
Leikvangurinn í Nice tekur aðeins 35 þúsund manns og því aldrei pláss fyrir alla þá sem vildu koma.
Einhverjir duttu í lukkupottinn en aðrir eru að sleikja sárin núna.
