Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 20:00 Íslensku leikmennirnir áttu allir sem einn góðan dag í dag. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45