Ragnar: Ekki fallegasti sigurinn en skítt með það | Draumur að rætast Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 19:34 Ragnar hafði góðar gætur á austurrísku leikmönnunum í dag. Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður núna en þegar Arnór skoraði sigurmarkið þá trylltist maður hreint út sagt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurður út í tilfinningarnar eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins í kvöld en Ragnar var ekkert að skafa af því hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Maður hugsaði að þetta væri nú ekki fallegur sigur en skítt með það. Við erum komnir áfram og maður tapaði sér af gleði,“ sagði Ragnar sem stóð vakt sína í vörninni í dag með prýði líkt og í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og hélt boltanum mun betur á upphafsmínútum leiksins en í síðustu leikjum. „Það þurfti ekkert að berja neina trú í okkur, þeir leyfðu okkur að spila út frá Hannesi og þá kom þetta af sjálfu sér. Eftir að við skorum förum við strax að reyna að verja forskotið og eftir á var það kannski lélegt að reyna ekki að ná öðru marki.“ Ragnar hrósaði einnig áhorfendunum í dag en íslensku leikmennirnir sungu með áhorfendum sigurlög eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega geðbilun. Það var frábært að sjá hversu margir mættu í dag og allir í bláu og tilbúnir til að syngja. Ég held að fólk viti núna hvað það þýðir að hafa svona stuðning á vellinum og það var ótrúlega gaman að geta deilt þessu með þeim undir lokin.“ Ragnar viðurkenndi að það væri draumur að rætast með því að mæta Englandi í 16-liða úrslitunum. „Mig hefur alltaf dreymt um að spila á móti Englandi eða í ensku deildinni og loksins fæ ég tækifæri til að sýna mig gegn þeim. Við getum notið þessa leiks því öll pressan verður á þeim. Í dag hugsuðum við svolítið út í þetta stig sem við þurftum en við förum inn í þetta með nýtt hugarfar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti