Arnór Ingvi stýrði þá boltanum í netið af stuttu færi eftir undirbúning annars varamanns, Theodórs Elmars Bjarnasonar, en stuttu eftir markið flautaði Szymon Marciniak, dómari leiksins, leikinn af.
Sjá einnig:Stórkostlegur sigur strákanna í París
Eftir að Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir um miðbik fyrri hálfleiks fóru austurríska liðið að pressa hátt á vellinum og náðu að jafna metin á 60. mínútu.
Voru austurrísku leikmennirnir farnir að ógna íslenska markinu af krafti en eftir mark Arnórs var ljóst að sætið í 16-liða úrslitunum var í höfn.
Sjón er sögunni ríkari en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!
— Síminn (@siminn) June 22, 2016
ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p