Samnefnarinn er hatur Sigríður Pétursdóttir skrifar 23. júní 2016 07:00 Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun