

Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið eiga eftir að spila góða leikinn sinn á Evrópumótinu.
Arnór Þór Gunnarsson viðurkennir að hann hafi óttast um þátttöku bróður síns í fyrsta leik Íslands á EM vegna meiðsla.
Íslenska landsliðið mætir Austurríki á Stade de France í lokaleik liðsins í París í dag. Nái strákarnir okkar ekki góðum úrslitum kveðja þeir Frakkland og það sem meira er, þetta yrði síðasti leikur Lars Lagerbäck.
Ætla að hittast á tólfta tímanum og leggja af stað á völlinn klukkan 15.
Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur.
Markverði íslenska liðsins finnst svo gaman á Evrópumótinu að helst vill hann komast alla leið í úrslitaleikinn svo fjörið hætti ekki.
Strákarnir okkar þurfa jafntefli gegn Austurríki í dag til að komast í 16 liða úrslit EM.