Tveggja tíma meðaltöf hjá Wowair í dag Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 20:00 Miklar tafir hafa orðið á áætlunarflugi WowAir undanfarna tvo sólarhringa. Vísir Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum. Fréttir af flugi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum.
Fréttir af flugi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira