Ísland mætir Austurríki í lokaleik liðanna í F-riðli EM 2016 á morgun en það kemur í ljós síðar í dag hvort Íslandi dugi jafntefli til að komast áfram.
Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason voru í beinni á Facebook-síðu Sportsins á Vísi og fóru yfir allt sem tengist leiknum á meðan æfingin var opin í fimmtán mínútur.
Innslagið má sjá hér að neðan.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).