Fótbolti

Þetta er barinn sem Íslendingar ætla að hittast á í París í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
O'Sullivans er við hliðina á Moulin Rouge.
O'Sullivans er við hliðina á Moulin Rouge. Mynd af heimasíðu O'Sullivans barnum
Tvö stuðningsmannasvæði fyrir Evrópumótið er að finna í París en Íslendingar mæta Austurríki í lokaleik F-riðils í frönsku höfuðborginni á morgun. Svæðið nærri Saint-Denis verður hins vegar lokað til 17:30 á morgun og svæðið við Eiffel-turninn verður ekki opnað fyrr en klukkan 15 að staðartíma, þremur tímum fyrir leik.

Af þessum ástæðum hefur Tólfan, stuðningssveit landsliðsins, tekið til sinna ráða og boðar til stuðningsmannahittings í Moulin Rouge fyrir utan O’Sullivan’s barinn sem er rétt við hliðina á Rauðu myllunni. Þar ætla menn að syngja og tralla áður en haldið verður á leikvanginn klukkan 15 að staðartíma. Staðsetningin er ákveðin í samráði við íslensku lögregluna ytra.

Leikvangurinn verður opnaður klukkan 15 en til að komast þangað er best að taka Metro lest númer 13, fara í gegnum sjö stopp og svo er um tíu mínútna ganga að leikvanginum. Miklum hita er spáð í París á morgun og hvetja Tólfumenn fólk til að huga að sólarvörn og innbyrða vatn á milli áfenga drykki, ætli fólk á annað borð að drekka þá.

Tólfumenn ætla að mæta í stúkuna tveimur tímum fyrir leik og mála stúkuna bláa. Nánari upplýsingar á heimasíðu Tólfunnar.

Að neðan má sjá EM í dag frá París í morgun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×