Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 14:11 Christian Fuchs á blaðamannafundinum í dag. vísir/epa Christian Fuchs, fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France í dag og var þar spurður um leikinn gegn Íslandi í F-riðli EM í Frakklandi sem fram fer á morgun. „Við munum skapa fleiri færi í þessum leik en gegn Ungverjalandi,“ sagði Fuchs en Austurríki tapaði þeim leik, 2-0, og gerði svo markalaust jafntefli gegn Portúgal. Austurríki verður því að vinna leikinn á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Við munum gefa allt í leikinn og berjast til síðustu sekúndu. Ég er sannfærður um að við getum gengið frá leiknum sem sigurvegarar. Fyrsta skrefið hjá okkur var að ná jafntefli gegn Portúgal og ef við náum að spila þann sóknarleik sem við viljum þá mun þetta ganga upp.“ David Alaba er lykilmaður í liði Austurríkis en hann hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu til þessa. „Hann fær þessa athygli vegna þess að hann spilar með Bayern og hefur unnið Meistaradeild Evrópu. En mér finnst það ekki sanngjarnt. Hann er bara hluti af liðinu og okkur finnst að liðið sjálft sé stjarnan. Ef hann stendur sig vel þá mun það hjálpa liðinu. Ég hef trú á því að allir í liðinu munu standa sig vel á morgun,“ sagði hann. Fuchs óttast ekki að það sé allt undir í leiknum gegn Íslandi á morgun. „Við erum allir vanir því að spila mikilvæga leiki, hvort sem er um titla eða fall. Yfir langan feril venst maður því að spila undir pressu.“ Hann vildi lítið segja um íslenska liðið en sagði það öflugt lið sem bæri að varast. „Ísland er nýkomið fram á sjónarsviðið í alþjóðlegum fótbolta en við líka. Það má ekki gleyma því. Hvað finnst mér um Ísland? Þetta er eyja í norðri sem hefur átt nokkra góða fótboltamenn, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.“ Marko Arnautivic sagði í austurrískum fjölmiðlum að hann hafi spilað nánast sem varnarmaður á vinstri kanti austurríska liðsins gegn Portúgal. „Hann gerði það vel og hjálpaði okkur mikið. En ég er viss um að hann fái meiri pláss á morgun. Við munum reyna að búa til pláss fyrir hann.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15 Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Christian Fuchs, fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France í dag og var þar spurður um leikinn gegn Íslandi í F-riðli EM í Frakklandi sem fram fer á morgun. „Við munum skapa fleiri færi í þessum leik en gegn Ungverjalandi,“ sagði Fuchs en Austurríki tapaði þeim leik, 2-0, og gerði svo markalaust jafntefli gegn Portúgal. Austurríki verður því að vinna leikinn á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Við munum gefa allt í leikinn og berjast til síðustu sekúndu. Ég er sannfærður um að við getum gengið frá leiknum sem sigurvegarar. Fyrsta skrefið hjá okkur var að ná jafntefli gegn Portúgal og ef við náum að spila þann sóknarleik sem við viljum þá mun þetta ganga upp.“ David Alaba er lykilmaður í liði Austurríkis en hann hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu til þessa. „Hann fær þessa athygli vegna þess að hann spilar með Bayern og hefur unnið Meistaradeild Evrópu. En mér finnst það ekki sanngjarnt. Hann er bara hluti af liðinu og okkur finnst að liðið sjálft sé stjarnan. Ef hann stendur sig vel þá mun það hjálpa liðinu. Ég hef trú á því að allir í liðinu munu standa sig vel á morgun,“ sagði hann. Fuchs óttast ekki að það sé allt undir í leiknum gegn Íslandi á morgun. „Við erum allir vanir því að spila mikilvæga leiki, hvort sem er um titla eða fall. Yfir langan feril venst maður því að spila undir pressu.“ Hann vildi lítið segja um íslenska liðið en sagði það öflugt lið sem bæri að varast. „Ísland er nýkomið fram á sjónarsviðið í alþjóðlegum fótbolta en við líka. Það má ekki gleyma því. Hvað finnst mér um Ísland? Þetta er eyja í norðri sem hefur átt nokkra góða fótboltamenn, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.“ Marko Arnautivic sagði í austurrískum fjölmiðlum að hann hafi spilað nánast sem varnarmaður á vinstri kanti austurríska liðsins gegn Portúgal. „Hann gerði það vel og hjálpaði okkur mikið. En ég er viss um að hann fái meiri pláss á morgun. Við munum reyna að búa til pláss fyrir hann.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15 Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15
Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00