Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 18:00 Mario Gomez fagnar marki sínu. Vísir/EPA Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Mario Gomez fékk tækifærið í byrjunarliðinu hjá Þjóðverjum og skoraði sigurmarkið eftir hálftíma leik. McGovern varði síðan allt annað sem kom á markið auk þess að boltinn skall einnig í marksúlunum á bak við hann. Markið dugði Þjóðverjum til að vinna riðilinn því Póllandi vann "bara" 1-0 sigur á Úkraínu á sama tíma. Bæði liðin enda með sjö stig en þýska liðið er með einu marki betra í markatölu. Hefðu Þjóðverjar náð að nýta eitthvað af öllum dauðafærum sínum og unnið með tveggja marka mun þá hefði það verið öruggt að jafntefli á móti Austurríki myndi duga íslenska liðinu til að komast í sextán liða úrslitin. Það fór hinsvegar ekki þannig en nái íslenska liðið bæði að skora og ná í stig á morgun þá verða strákarnir alltaf fyrir ofan Norður-Írland og Albaníu og þar með væri liðið með öruggt sæti í sextán liða úrslitunum. Þjóðverjar voru í stórsókn frá upphafsflauti og yfirburðirnir skiluðu liðinu fullt af færum. Mesut Özil, Thomas Müller og Mario Götze voru allir nálægt því að skora. Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, varði þrisvar sinnum frábærlega frá þýsku leikmönnunum á fyrstu tuttugu mínútunum. Thomas Müller skoraði ekki í tveimur fyrstu færunum og hann hefði getað verið komið með þrennu sjálfur í leiknum þegar hann lagði upp mark fyrir Mario Gomez eftir hálftíma leik. Thomas Müller átti meðal annars tvö skot í tréverkið og þýska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum, var 75 prósent með boltann og reyndi 14 skot í hálfleiknum. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleiknum, Michael McGovern var áfram vakandi í markinu og norður-írska liðið barðist allt til enda. Þjóðverjarnir náðu ekki að koma boltanum aftur í markið og það að vera ekki með neikvæða markatölu gæti vissulega hjálpað norður-írska liðinu í baráttunni um að vera eitt af fjórum bestu liðunum sem enda í þriðja sæti í sínum riðli.MARK! Mario Gómez skorar fyrir Þýskaland! 1-0. #NIR #GER #EMÍsland https://t.co/XHjCbZPj6x— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Mario Gomez fékk tækifærið í byrjunarliðinu hjá Þjóðverjum og skoraði sigurmarkið eftir hálftíma leik. McGovern varði síðan allt annað sem kom á markið auk þess að boltinn skall einnig í marksúlunum á bak við hann. Markið dugði Þjóðverjum til að vinna riðilinn því Póllandi vann "bara" 1-0 sigur á Úkraínu á sama tíma. Bæði liðin enda með sjö stig en þýska liðið er með einu marki betra í markatölu. Hefðu Þjóðverjar náð að nýta eitthvað af öllum dauðafærum sínum og unnið með tveggja marka mun þá hefði það verið öruggt að jafntefli á móti Austurríki myndi duga íslenska liðinu til að komast í sextán liða úrslitin. Það fór hinsvegar ekki þannig en nái íslenska liðið bæði að skora og ná í stig á morgun þá verða strákarnir alltaf fyrir ofan Norður-Írland og Albaníu og þar með væri liðið með öruggt sæti í sextán liða úrslitunum. Þjóðverjar voru í stórsókn frá upphafsflauti og yfirburðirnir skiluðu liðinu fullt af færum. Mesut Özil, Thomas Müller og Mario Götze voru allir nálægt því að skora. Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, varði þrisvar sinnum frábærlega frá þýsku leikmönnunum á fyrstu tuttugu mínútunum. Thomas Müller skoraði ekki í tveimur fyrstu færunum og hann hefði getað verið komið með þrennu sjálfur í leiknum þegar hann lagði upp mark fyrir Mario Gomez eftir hálftíma leik. Thomas Müller átti meðal annars tvö skot í tréverkið og þýska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum, var 75 prósent með boltann og reyndi 14 skot í hálfleiknum. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleiknum, Michael McGovern var áfram vakandi í markinu og norður-írska liðið barðist allt til enda. Þjóðverjarnir náðu ekki að koma boltanum aftur í markið og það að vera ekki með neikvæða markatölu gæti vissulega hjálpað norður-írska liðinu í baráttunni um að vera eitt af fjórum bestu liðunum sem enda í þriðja sæti í sínum riðli.MARK! Mario Gómez skorar fyrir Þýskaland! 1-0. #NIR #GER #EMÍsland https://t.co/XHjCbZPj6x— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira