Innlent

Göngufólk í vanda við Hrafntinnusker

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um 20 manns tóku þátt í aðgerðinni
Um 20 manns tóku þátt í aðgerðinni Vísir/Stefán
Göngufólkið sem sendi frá sér neyðarboð á gönguleiðinni um Laugaveg snemma í morgun er fundið heilt á húfi. Um var að ræða par sem sendi frá sér neyðarboð með svokölluðum SPOT neyðarsendi snemma í morgun.

Um tuttugu manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal voru kallaðir út til að aðstoða parið. Samkvæmt upplýsingum er parinu kalt og örlítið hrakið og fær það fylgd í skálann í Hrafntinnuskeri.

Aðstæður á Laugaveginum eru erfiðari en oft áður þar sem svo snemma sumars er töluverður snjór á gönguleiðinni. Kemur það ferðalöngum oft á óvart eins og hér virðist hafa gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×