Innlent

Hætta fylgir ferðamönnum á brúm

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Daglega troða ferðamenn sér á brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi en hún er einungis fyrir faratæki. Myndin er tekin úr rútu á ferð.
Daglega troða ferðamenn sér á brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi en hún er einungis fyrir faratæki. Myndin er tekin úr rútu á ferð. Mynd/Kári Jónasson
Vegagerðin verður að bregðast við því að ferðamenn troði sér meðfram brúm landsins sem einungis eru ætlaðar farartækjum, til dæmis með því að setja upp skilti. Þetta segir Kári Jónasson leiðsögumaður.

Meðfylgjandi mynd var tekin í gær á brú yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi en Kári segir að daglega séu ferðamenn á brúnni. „Fólkið er að taka myndir þarna en það verður að átta sig á því að það gæti orðið slys. Þetta er vandamál á fleiri stöðum líka,“ segir Kári og bætir við að rútur og bílar sem keyri fram hjá verði fyrir vikið að fara löturhægt svo ekki verði slys. „Svo þarf fólkið að þrýsta sér upp að handriðinu en það er stórhættulegt.“

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að verið sé að skoða leiðir til að auka útsýnismöguleika fyrir ferðamenn til að forðast slysin. „Við höfum áhyggjur af hegðun ferðamanna á vegunum,“ segir G. Pétur.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu










Fleiri fréttir

Sjá meira


×