Flugvél Qatar Airways, á leið frá Doha til Atlanta, þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í dag vegna veikinda farþega.
„Þetta gerist reglulega þar sem við erum staðsett hér í miðju Norður-Atlantshafinu. Einnig getur flugvöllurinn tekið á móti flugvélum af öllum stærðum. Því verður hann reglulega fyrir valinu þegar svona tilvik koma upp,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.
Flugvélin er enn á Keflavíkurflugvelli en sem stendur er áætlað að hún hafi í loftið á ný klukkan 18.40.
Vél Qatar Airways lenti í Keflavík með veikan farþega
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
