Farage sagði að hann hefði ekki mögulega getað afrekað meira. Hann hætti einnig eftir kosningarnar 2015 en tók fram í dag að honum myndi ekki snúast hugur í þetta skipti.
Hann var kosinn á Evrópuþingið árið 1999 en hefur leitt UKIP frá 2006. Hann segir að markmið sitt hafi alla tíð verið að koma Bretlandi úr ESB og það hafi nú tekist. Auk þess sagði Farage að eftir að hann hætti gæti hann nú talað frjálslegra og að hinn raunverulegi Farage yrði nú sýnilegri.
Farage mun vera áfram á Evrópuþinginu næstu tvö árin.
Annar áberandi aðila sem barðist fyrir BREXIT, Boris Johnson, ætlaði sér fyrst að sækjast eftir formannssæti Íhaldsflokksins en hætti við.
Watch: Nigel Farage says he will stand aside as leader of UKIP https://t.co/ZlR10okgSO
— Sky News (@SkyNews) July 4, 2016