Okkar ábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Það er uggvænleg staðreynd að mansal, vinnu- og kynlífsþrældómur skuli þrífast á Íslandi og það í umtalsverðum mæli. Þessi staðreynd kom fram í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu en þar eru íslensk stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega vel á glæpum sem þessum. Á síðustu þremur árum hefur enginn verið sakfelldur fyrir mansal eða þrælahald innan íslenska réttarkerfisins sem er í sjálfu sér þungur áfellisdómur yfir sofandahætti eða jafnvel dugleysi stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum. Eins og Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, benti á í liðinni viku fjölgar mansalstilfellum hér samhliða auknum ferðamannastraumi. Auknar framkvæmdir leiða einnig af sér skort á vinnuafli og skapa rými fyrir óprúttna aðila til þess að bjóða ódýrt vinnuafl með ólöglegum hætti. Þrátt fyrir að umtalsverð umfjöllun hafi verið um þessi mál, bæði á þessu ári og því síðasta m.a. hér á síðum Fréttablaðsins, virðist staða þessara mála vera að renna upp fyrir stjórnvöldum nú fyrst á síðustu vikum. Það ætti í raun ekki að dyljast nokkurri sálu að mansal er hluti af íslenskum veruleika og það í ýmsum atvinnugreinum, s.s. ferðaþjónustu, byggingariðnaði og verksmiðjum og þannig mætti áfram telja auk þess sem augljóslega er mikil þörf fyrir ítarlega rannsókn yfirvalda á ýmiskonar ólöglegri starfsemi sem þrífst mögulega í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda. Það ættu ekki að vera flókin sannindi að þensla, aukin umsvif og fjöldi fólks innan markaðssvæða með fjölgun ferðamanna kalli á aukið eftirlit. Þegar við bætist að hér er um að ræða glæpi sem stór hluti þjóðarinnar getur átt erfitt með að átta sig á að eru að eiga sér stað í nærsamfélagi sínu þá verður að koma til fræðsla. Allt kostar þetta peninga og því fé er vel varið sem fer í eftirlit og fræðslu til þess að byggja upp heilbrigt atvinnulíf og koma í veg fyrir þá skelfilegu glæpi sem eru fólgnir í mansali. Mansal, vinnu- og kynlífsþrælkun er birtingarmynd vaxandi misskiptingar og fátæktar í heiminum. Fórnarlömbin eru einkum fátæklingar, konur og börn. Einstaklingar sem geta illa varið sig sjálfir fyrir gerendum og er illa kleift að komast út úr þeim aðstæðum sem þeim hefur verið komið í. Til þess þarfnast þeir hjálpar þeirra samfélaga þar sem kraftar þeirra og líf hafa verið nýtt af græðgi og grimmd. Afleiðingarnar fyrir líf þessa fólks eru skelfilegar og við getum ekki lengur látið eins og þetta sé ekki hluti af íslensku samfélagi og þar með á okkar ábyrgð. Vestræn velferðarríki, á borð við Ísland, sem sitja í efri þrepum hagkerfa heimsins bera mikla ábyrgð og ber að leggja sérstaklega mikið af mörkum til þess að koma í veg fyrir þær þjáningar sem hljótast af þessum völdum sem og að aðstoða fórnarlömb þess mansals sem þegar hefur átt sér stað innan viðkomandi samfélags. Það er því löngu tímabært að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn mansali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er uggvænleg staðreynd að mansal, vinnu- og kynlífsþrældómur skuli þrífast á Íslandi og það í umtalsverðum mæli. Þessi staðreynd kom fram í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu en þar eru íslensk stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega vel á glæpum sem þessum. Á síðustu þremur árum hefur enginn verið sakfelldur fyrir mansal eða þrælahald innan íslenska réttarkerfisins sem er í sjálfu sér þungur áfellisdómur yfir sofandahætti eða jafnvel dugleysi stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum. Eins og Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, benti á í liðinni viku fjölgar mansalstilfellum hér samhliða auknum ferðamannastraumi. Auknar framkvæmdir leiða einnig af sér skort á vinnuafli og skapa rými fyrir óprúttna aðila til þess að bjóða ódýrt vinnuafl með ólöglegum hætti. Þrátt fyrir að umtalsverð umfjöllun hafi verið um þessi mál, bæði á þessu ári og því síðasta m.a. hér á síðum Fréttablaðsins, virðist staða þessara mála vera að renna upp fyrir stjórnvöldum nú fyrst á síðustu vikum. Það ætti í raun ekki að dyljast nokkurri sálu að mansal er hluti af íslenskum veruleika og það í ýmsum atvinnugreinum, s.s. ferðaþjónustu, byggingariðnaði og verksmiðjum og þannig mætti áfram telja auk þess sem augljóslega er mikil þörf fyrir ítarlega rannsókn yfirvalda á ýmiskonar ólöglegri starfsemi sem þrífst mögulega í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda. Það ættu ekki að vera flókin sannindi að þensla, aukin umsvif og fjöldi fólks innan markaðssvæða með fjölgun ferðamanna kalli á aukið eftirlit. Þegar við bætist að hér er um að ræða glæpi sem stór hluti þjóðarinnar getur átt erfitt með að átta sig á að eru að eiga sér stað í nærsamfélagi sínu þá verður að koma til fræðsla. Allt kostar þetta peninga og því fé er vel varið sem fer í eftirlit og fræðslu til þess að byggja upp heilbrigt atvinnulíf og koma í veg fyrir þá skelfilegu glæpi sem eru fólgnir í mansali. Mansal, vinnu- og kynlífsþrælkun er birtingarmynd vaxandi misskiptingar og fátæktar í heiminum. Fórnarlömbin eru einkum fátæklingar, konur og börn. Einstaklingar sem geta illa varið sig sjálfir fyrir gerendum og er illa kleift að komast út úr þeim aðstæðum sem þeim hefur verið komið í. Til þess þarfnast þeir hjálpar þeirra samfélaga þar sem kraftar þeirra og líf hafa verið nýtt af græðgi og grimmd. Afleiðingarnar fyrir líf þessa fólks eru skelfilegar og við getum ekki lengur látið eins og þetta sé ekki hluti af íslensku samfélagi og þar með á okkar ábyrgð. Vestræn velferðarríki, á borð við Ísland, sem sitja í efri þrepum hagkerfa heimsins bera mikla ábyrgð og ber að leggja sérstaklega mikið af mörkum til þess að koma í veg fyrir þær þjáningar sem hljótast af þessum völdum sem og að aðstoða fórnarlömb þess mansals sem þegar hefur átt sér stað innan viðkomandi samfélags. Það er því löngu tímabært að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn mansali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun