Franski ferðamaðurinn sem féll ofan í Sveinsgil í gær er fundinn. Björgunarmenn náðu að staðsetja manninn undir skaflinum þar sem leitað var við ána. Nú er unnið að því að ná honum upp.
Björgunarmenn á svæðinu eru að ganga frá á vettvangi. Bæði er verið að taka saman á svæðinu við ánna sem og á Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð var starfrækt á meðan á björgunaraðgerðum stóð.
Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið í bæinn um klukkan 21.30 í kvöld.
Lögreglan á Suðurlandi veitir ekki frekari upplýsingar að sinni.
