Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Göt voru sprengd í íshelluna í Sveinsgili. Hér má sjá gilið og íshelluna sem liggur yfir jökulvatninu. Mynd/Landhelgisgæslan Björgunarmenn á vettvangi í Sveinsgili náðu að staðsetja manninn sem leitað hefur verið að í ánni undir skaflinum. Í gærkvöldi var unnið að því að ná honum upp. Björgunarsveitarmenn gengu frá á vettvangi, bæði við ána og í Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð hefur verið starfrækt. Aðstæður á leitarsvæðinu voru mjög hættulegar og erfiðar því fólki sem kom að leitinni. Í tilkynningu frá Landsbjörg í gær kom fram að björgunarsveitarmenn þörfnuðust hvíldar eftir að hafa brotið, sagað og mokað snjó og klaka í allan gærdag. Við leitina aðstoðaði séraðgerða- og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Sveitin er skipuð köfurum og sérfræðingum í sprengiefnum en íshellan sem liggur yfir gilinu er afar þykk og var erfið viðureignar. Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða- og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, segir sveitina hafa notast við alla sína sérþekkingu. „Þarna var ekkert símasamband, en við vorum með gervihnattasamband, þá er í gilinu harður klaki sem náðist ekkert að marka í. Björgunarsveitin boraði með kjarnaborum í ísinn og við settum sprengiefni í hann,“ segir Sigurður en meðlimir sveitarinnar voru búnir sprengiefnum til að vinna á gegnharðri klakahellunni til að reyna að auðvelda leitina. Undir klakahellunni er straumþungt jökulvatn. „Það fóru menn frá okkur undir ísinn til leitar. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur. Kafararnir fóru niður með aðflutt loft frá yfirborðinu til öryggis. Þeir voru með myndavélar á grímunum svo að þeir sem eru uppi gátu séð allt sem kafarinn sér og rúmlega það,“ segir Sigurður. „Við lögðum mikla áherslu á að enginn leggði sig í hættu. Það máttu ekki vera neinar óþarfa hetjudáðir í þessu verkefni,“ segir Sigurður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Sjá meira
Björgunarmenn á vettvangi í Sveinsgili náðu að staðsetja manninn sem leitað hefur verið að í ánni undir skaflinum. Í gærkvöldi var unnið að því að ná honum upp. Björgunarsveitarmenn gengu frá á vettvangi, bæði við ána og í Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð hefur verið starfrækt. Aðstæður á leitarsvæðinu voru mjög hættulegar og erfiðar því fólki sem kom að leitinni. Í tilkynningu frá Landsbjörg í gær kom fram að björgunarsveitarmenn þörfnuðust hvíldar eftir að hafa brotið, sagað og mokað snjó og klaka í allan gærdag. Við leitina aðstoðaði séraðgerða- og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Sveitin er skipuð köfurum og sérfræðingum í sprengiefnum en íshellan sem liggur yfir gilinu er afar þykk og var erfið viðureignar. Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða- og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, segir sveitina hafa notast við alla sína sérþekkingu. „Þarna var ekkert símasamband, en við vorum með gervihnattasamband, þá er í gilinu harður klaki sem náðist ekkert að marka í. Björgunarsveitin boraði með kjarnaborum í ísinn og við settum sprengiefni í hann,“ segir Sigurður en meðlimir sveitarinnar voru búnir sprengiefnum til að vinna á gegnharðri klakahellunni til að reyna að auðvelda leitina. Undir klakahellunni er straumþungt jökulvatn. „Það fóru menn frá okkur undir ísinn til leitar. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur. Kafararnir fóru niður með aðflutt loft frá yfirborðinu til öryggis. Þeir voru með myndavélar á grímunum svo að þeir sem eru uppi gátu séð allt sem kafarinn sér og rúmlega það,“ segir Sigurður. „Við lögðum mikla áherslu á að enginn leggði sig í hættu. Það máttu ekki vera neinar óþarfa hetjudáðir í þessu verkefni,“ segir Sigurður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51