Elliði býður sig ekki fram til Alþingis Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:01 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Friðriksson Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi kosninga til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elliða sjálfum. Meginástæða þess að Elliði fer ekki fram er sú að hann vill ljúka þeim verkefnum sem honum ber að sinna sem leiðtogi sveitarstjórnar í Vestmannaeyjum. Að sögn Elliða takmarkar það að þingkosningum verði að öllum líkindum flýtt verulega möguleika sveitastjórnarmanna á framboði til þingkosninga. Bæjarstjórinn hefur verið orðaður við prófkjör að undanförnu og létu stuðningsmenn hans, með Páleyju Borgþórsdóttur í broddi fylkingar, vinna skoðanakönnun þar sem fram kom að að 67,5% svarenda sögðust vera líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu ef Elliði myndi leiða lista flokksins.Vestmannaeyjar.vísir/pjetur „Í framhaldi af þessum eindregna stuðningi hef ég íhugað stöðuna vandlega. Það er í senn mannbætandi, þroskandi og gefandi að hafa fundið fyrir því trausti sem mér hefur verið sýnt til þess að gegna þeirri stöðu sem ég geri í dag. Í rúmlega 10 ár hef ég lagt mig allan fram um að vinna Vestmannaeyjum gagn og ég tek alvarlega því umboði sem mér hefur verið fengið og er stoltur af árangrinum,“ skrifar Elliði í tilkynningu. „Flestum er ljóst að ákvörðun um flýta þingkosningum takmarkar verulega möguleika sveitarstjórnarmanna, sem annars hefðu ef til vill haft fullan hug, á framboði til þingkosninga. Í dag er kjörtímabil sveitastjórna rétt liðlega hálfnað og verkefnastaðan þétt. Meðal stærstu verkefna okkar í bæjarstjórn Vestmannaeyja er stækkun á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum, þróun þjónustuíbúða fyrir aldraða, bygging íbúða fyrir fatlaða, fasteignaþróun í miðbæ Vestmannaeyja, þróun háskólanáms, efling þekkingarstarfs, nýsmíði Vestmannaeyjaferju, innleiðing á nýju þjónustuneti fyrir barnafjölskyldur og margt fleira. Þessi verkefni skipta svo marga svo miklu og því mikilvægt að vel takist til.“ Elliði þakkar sýndan stuðning og velvilja en ætlar að einbeita sér að því að ljúka „þeim verkefnum sem ég er ábyrgur fyrir í Vestmannaeyjum, þar sem hjartað slær.“ Kosningar 2016 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi kosninga til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elliða sjálfum. Meginástæða þess að Elliði fer ekki fram er sú að hann vill ljúka þeim verkefnum sem honum ber að sinna sem leiðtogi sveitarstjórnar í Vestmannaeyjum. Að sögn Elliða takmarkar það að þingkosningum verði að öllum líkindum flýtt verulega möguleika sveitastjórnarmanna á framboði til þingkosninga. Bæjarstjórinn hefur verið orðaður við prófkjör að undanförnu og létu stuðningsmenn hans, með Páleyju Borgþórsdóttur í broddi fylkingar, vinna skoðanakönnun þar sem fram kom að að 67,5% svarenda sögðust vera líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu ef Elliði myndi leiða lista flokksins.Vestmannaeyjar.vísir/pjetur „Í framhaldi af þessum eindregna stuðningi hef ég íhugað stöðuna vandlega. Það er í senn mannbætandi, þroskandi og gefandi að hafa fundið fyrir því trausti sem mér hefur verið sýnt til þess að gegna þeirri stöðu sem ég geri í dag. Í rúmlega 10 ár hef ég lagt mig allan fram um að vinna Vestmannaeyjum gagn og ég tek alvarlega því umboði sem mér hefur verið fengið og er stoltur af árangrinum,“ skrifar Elliði í tilkynningu. „Flestum er ljóst að ákvörðun um flýta þingkosningum takmarkar verulega möguleika sveitarstjórnarmanna, sem annars hefðu ef til vill haft fullan hug, á framboði til þingkosninga. Í dag er kjörtímabil sveitastjórna rétt liðlega hálfnað og verkefnastaðan þétt. Meðal stærstu verkefna okkar í bæjarstjórn Vestmannaeyja er stækkun á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum, þróun þjónustuíbúða fyrir aldraða, bygging íbúða fyrir fatlaða, fasteignaþróun í miðbæ Vestmannaeyja, þróun háskólanáms, efling þekkingarstarfs, nýsmíði Vestmannaeyjaferju, innleiðing á nýju þjónustuneti fyrir barnafjölskyldur og margt fleira. Þessi verkefni skipta svo marga svo miklu og því mikilvægt að vel takist til.“ Elliði þakkar sýndan stuðning og velvilja en ætlar að einbeita sér að því að ljúka „þeim verkefnum sem ég er ábyrgur fyrir í Vestmannaeyjum, þar sem hjartað slær.“
Kosningar 2016 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira