Veðurstofan hefur birt spá sína fyrir sunnudag verslunarmannahelgarinnar þar sem spáð er blautu veðri norðan og austan til en þurru suðvestanlands.
Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær að ákveðin spá væri í kerfinu fyrir verslunarmannahelgina sem virtist vera búin að ná læstri stöðu. Því væri ekki von á miklum breytingum á veðri, sé tekið mið af spánni, en vissulega þurfi að fylgjast vel með þegar nær dragi.
Búist er við úrkomu á föstudagskvöldinu á norðausturhorninu og norðan til eins og staðan er núna eins og er. Sagði hún það væri frekar rakt yfir landinu og það haldi áfram.
Töluverður munur hefur verið á á spánum sé litið til norðurhelming landsins annars vegar og suðurhelminginn hins vegar. Á laugardag verður til að mynda varla ský á lofti í Reykjavík, Árnesi og Vestmannaeyjum og léttskýjað suðaustanlands. Á meðan verður alskýjað á norðurhluta landsins, hitatölur lægri og spáð úrkomu norðaustantil.
Veðurspá næstu daga:
Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Norðlæg átt 8-13 m/s og súld eða rigning með köflum um landið norðan og austanvert. Skýjað vestantil en bjartviðri sunnan- og suðvestanlands, og líkur á síðdegisskúrum, einkum á Suðurlandi. Hiti 7 til 19 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á sunnudag og mánudag: Áframhaldandi norðlæg átt. Skýjað víðast hvar og væta í flestum landshlutum, síst þó á Vesturlandi. Kólnar og hiti víða 6 til 15 stig, mildast sunnantil.
