Borgarstjórinn í Ríó þreyttur á ÓL-liði Ástrala: "Set kengúru fyrir utan hjá þeim“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 09:30 Ólympíuþorpið. Engin kengúra enn. vísir/getty Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira