Brá ekki búi þótt húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. júlí 2016 07:00 Fréttablaðið sagði 10. júlí 2008 frá söfnun vegna brunans á Finnbogastöðum. Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira