Alþjóðaíþróttadómstóllinn, Cas, hafnaði í morgun áfrýjunarbeiðni rússneska Ólympíusambandsins og hinna 68 rússnesku frjálsíþróttaamanna sem vilja keppnisbanni sínu á Ólympíuleikunum í Ríó hnekkt.
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, setti Rússana í bann vegna kerfisbundinnar lyfjamisnotkunar þar í landi um árabil sem var studd af rússneska ríkinu og íþróttayfirvöldum þar í landi.
Cas, sem er stofnun óháð öllum íþróttasamtökum og er einskonar hæstiréttur íþróttanna, fór yfir áfrýjun Rússanna á þriðjudaginn en hún snerist um að rússnesk yfirvöld véfengja leyfi IAAF að banna íþróttamönnum sem hafa ekki fundist sekir um lyfjamisferli að keppa á ÓL.
Íþróttadómstólinn stóð með Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu í málinu sem sagði á þriðjudaginn að það ætlaði að bíða eftir úrskurði Cas áður en það færi með málið enn lengra. IAAF ætlaði sér svo sannarlega að meina Rússum um þátttöku á leikunum og það tókst.
„Úrskurðurinn sem féll í dag hefur búið til jafnað út keppnissviðið fyrir íþróttinamennina. Íþróttadómstóllinn gerði rétt með að standa með frjálsíþróttasambandinu og leyfa því að beita sínum reglum til að verja íþróttina,“ segir í yfirlýsingu IAAF.
Það kemur svo í ljós á sunnudaginn hvort Rússar verði yfir höfuð með á Ólympíuleikunum en Alþjóðaólympíunefndin kveður upp úrskurð sinn um það á sunnudaginn en ástæðan er sama kerfibundna lyfjamisnotkunin sem hefur staðið yfir í Rússlandi um árabil.
Ekkert rússneskt frjálsíþróttafólk á ÓL
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
